Grípur í gítarinn á rekinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 09:15 Jón Torfi um borð í Torfa jafnaldra sínum. Vísir/Stefán Það er fallegur dagur hér við Breiðafjörðinn og ég hef það ágætt,“ segir Stykkishólmsbúinn Jón Torfi Arason þegar hringt er í hann vestur. Hann er ferjumaður á Baldri í vetur en stundar fiskveiðar við strendur landsins á sumrin. Síðast en ekki síst er hann tónlistarmaður og er í hljómsveitinni Þrír sem nú er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún heitir Allt er þegar Þrír er. Þar á Jón Torfi stóran hlut, hann er höfundur laga og texta auk þess að spila á gítar og syngja. Aðrir liðsmenn sveitarinnar eru Sigurbjörg María Jósepsdóttir sem einnig er úr Hólminum, hún spilar á kontrabassa, og Þórdís Claessen sem býr í Reykjavík og er grafískur hönnuður og trommari. Þau gefa út plötuna bæði á vínyl og geisladiski og láta ekki Spotify nægja. „Okkur finnst skemmtilegra að hafa eitthvað í höndunum,“ segir Jón Torfi. Áður en ég forvitnast um tónlistarmanninn Jón Torfa langar mig að spjalla aðeins við sjómanninn Jón Torfa. Hvernig er að vera ferjumaður á Breiðafirði? „Það er fínt. Reyndar kemur fyrir að við verðum veðurteppt á Brjánslæk og bíðum eftir að báran minnki aðeins en langoftast höldum við áætlun,“ lýsir hann. Segir vöruflutninga helsta hlutverk Baldurs á veturna, meðal annars fiskflutninga að vestan. „Núna er frekar lítið um farþega en það getur breyst ef færð versnar á vegum.“ Hann kveðst sjá um kaffiteríuna Báruna um borð. „Svo tek ég á móti farþegum í Flatey og fer með póstinn í land. Skipsfélagar mínir vilja kalla mig aðstoðarmatsvein en ef ég væri kona teldist ég þerna og ég held mig við þann titil, óháð kyni,“ segir hann sposkur.Rétt rekinn upp í fjöru Jón Torfi er uppalinn í Hólminum. „Foreldrar mínir fluttu með mig hingað mjög ungan og hér hef ég átt heima mestan partinn, en búið í Reykjavík, kannski tíu ár í allt, í tveimur lotum.“ Hann kveðst hafa stundað sjómennsku meðfram menntaskólanámi og háskólanámi. „Í svona plássum þá lenda menn á sjó, það vantar svo oft í afleysingar. Ég byrjaði á trillu á sumrin með öðrum þegar ég var 16 ára, á handfærum og beitukóngsveiðum.“ Hann segir þó mikið vanta upp á að hann þekki Breiðafjörðinn eins og lófann á sér. „Þegar maður er að sigla er aðalatriði að hafa sjó undir en hér er mikið af eyjum og skerjum og kortin ótrúlega ónákvæm, stór svæði í firðinum eru bara ekki mæld. Það er því lærdómur fyrir mig að flakka um á ferjunni með mönnum sem eru aldir upp í eyjunum, þeir horfa mikið til fjalla, spekúlera í gömlum miðum og vita allaf nákvæmlega hvar þeir eru.“ Jón Torfi keypti sér litla trillu fyrir fimm árum og hélt á strandveiðar. „Fyrstu sumurin á trillunni minni var ég á vestursvæðinu og reri bæði frá Hólminum og Patró en færði mig yfir á Strandirnar fyrir tveimur sumrum. Lét flytja bátinn á bíl, þetta er svo löng sigling og allra veðra von á leiðinni fyrir Horn. Við erum nokkrir vinir sem höfum verið á Norðurfirði og haldið til í bátunum. Það er heilmikil útilega en við stöndum þétt saman og okkur er vel tekið af heimafólki. Það er mikils virði.“ Báturinn hans Jóns Torfa heitir Torfi, eins og bátur langafa hans. Hann er smíðaður í Finnlandi og þeir eru jafnaldrar svo þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. „Torfi er lítill bátur. Ég mundi ekki vilja taka meira á hann en eitt tonn í einu. Samkvæmt strandveiðireglum má ég heldur ekki taka meira en 770 kíló á dag.“ Eitt sinn kveðst Jón Torfi hafa komist í háska. „Báturinn varð vélarvana og var rétt rekinn upp í fjöru, það var guðslán að Sævar, félagi minn, var nærstaddur og náði að koma taug í hann áður en illa fór. Þegar menn eru einir um borð má ekkert út af bregða til að illa fari en við félagarnir vitum alltaf hvor af öðrum.“ En er hann alltaf með hugann við fiskinn eða er hann líka að semja lög eða texta þegar hann er á sjó? „Það er allur gangur á því. Fiskeríið getur verið mjög tregt og lífið um borð er viss jafnvægiskúnst. Maður fer á einhverja bleyðu sem manni finnst líklegri en allt annað og bleytir færin en ekkert gerist. Þá fer maður að efast um sjálfan sig. En ég er alltaf með gítar með, festan upp í loft, og gríp stundum í hann á rekinu eða þegar komið er í land, flest mín lög hef ég samið um borð í Torfa eða öðrum bátum sem ég hef verið á í gegnum tíðina.“Spilar á vindlakassagítar Hann kveðst hafa verið með lagasmíðar bak við eyrað frá því að opnaðist fyrir þá rás fyrir tíu árum. „Annað slagið dúkka upp einhverjar línur eða melódíur sem maður losnar ekki við. Þá er ágætt að hafa þann hátt á að leyfa öðrum að njóta þeirra og sjá hvað verða vill. Ég byrja stundum á að taka þær upp á símann. Þegar ég var á línu á Bíldsey úr Stykkishólmi kom fyrir að ég varð andvaka uppi í koju, fékk hugmynd að lagi og reyndi að raula það inn á símann í gegnum vélarhljóðið, án þess að vekja Birki Kúld vélstjóra sem lá sirka 30 sentimetra frá mér.“Á nýju plötunni eru ellefu lög, öll frumsamin af Jóni Torfa. „Þrjú laganna gerði ég í samstarfi við aðra og í einu tilfelli er textinn ekki eftir mig. Sumt er svolítið blúsað og kannski ádeila, svo eru angurværir ástarsöngvar og lög um sjómennskuna. „Í dag eru sjómenn með hárnet,“ er sungið í einu þeirra – sem sagt af sem áður var. Einn textinn er málsvörn fyrir skítseiðin í landinu sem enginn virðist vilja taka upp hanskann fyrir. Svolítið grín. Það er engin samfella í efni disksins, heldur er það bara eins og það kemur af skepnunni.“ Ég rifja upp tónleika sem ég naut í Hörpunni á Menningarnótt fyrir nokkrum árum, þegar Jón Torfi var í Varsjárbandalaginu og fleygði frá sér hljóðfærum og greip önnur í miðjum lögum. Þar gekk mikið á. Hann kannast við það en segir spilamennsku í tríói ekki gefa mikla möguleika á svoleiðis glensi. „Í einu laganna á plötunni spila ég á vindlakassagítar sem mér áskotnaðist í Eyjafirði. Það eykur smá á fjölbreytnina.“ Gott lag er á tónlistarkennslu í Hólminum að sögn Jóns Torfa. „Ég fékk að byrja í tónlistarskólanum þegar ég var fimm ára því þá öfundaði ég Dag, stóra bróður, svo mikið af því að vera þar. Var svo þar við nám þar til ég fór í framhaldsskólann. Það var ómetanlegt.“ Hann kveðst hafa verið í og úr framhaldsskóla um tíma, byrjað í MH og orðið stúdent úr Fjölbraut í Ármúla. „Mér tókst ekki að útskrifast fyrr en ég var kominn á sjó, þá var ég að leysa prófverkefni í pásum. Seinna fór ég í sagnfræði í Háskólanum. Þar varð saga mín lík margra annarra, ég er búinn með allt nema að skila BA-ritgerðinni. En meðan ég var í sagnfræðinni var ég líka að vinna í Bæjarins bestu í Tryggvagötunni og á Þjóðskjalasafninu, auk þess að spila í Varsjárbandalaginu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017 Lífið Menning Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það er fallegur dagur hér við Breiðafjörðinn og ég hef það ágætt,“ segir Stykkishólmsbúinn Jón Torfi Arason þegar hringt er í hann vestur. Hann er ferjumaður á Baldri í vetur en stundar fiskveiðar við strendur landsins á sumrin. Síðast en ekki síst er hann tónlistarmaður og er í hljómsveitinni Þrír sem nú er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún heitir Allt er þegar Þrír er. Þar á Jón Torfi stóran hlut, hann er höfundur laga og texta auk þess að spila á gítar og syngja. Aðrir liðsmenn sveitarinnar eru Sigurbjörg María Jósepsdóttir sem einnig er úr Hólminum, hún spilar á kontrabassa, og Þórdís Claessen sem býr í Reykjavík og er grafískur hönnuður og trommari. Þau gefa út plötuna bæði á vínyl og geisladiski og láta ekki Spotify nægja. „Okkur finnst skemmtilegra að hafa eitthvað í höndunum,“ segir Jón Torfi. Áður en ég forvitnast um tónlistarmanninn Jón Torfa langar mig að spjalla aðeins við sjómanninn Jón Torfa. Hvernig er að vera ferjumaður á Breiðafirði? „Það er fínt. Reyndar kemur fyrir að við verðum veðurteppt á Brjánslæk og bíðum eftir að báran minnki aðeins en langoftast höldum við áætlun,“ lýsir hann. Segir vöruflutninga helsta hlutverk Baldurs á veturna, meðal annars fiskflutninga að vestan. „Núna er frekar lítið um farþega en það getur breyst ef færð versnar á vegum.“ Hann kveðst sjá um kaffiteríuna Báruna um borð. „Svo tek ég á móti farþegum í Flatey og fer með póstinn í land. Skipsfélagar mínir vilja kalla mig aðstoðarmatsvein en ef ég væri kona teldist ég þerna og ég held mig við þann titil, óháð kyni,“ segir hann sposkur.Rétt rekinn upp í fjöru Jón Torfi er uppalinn í Hólminum. „Foreldrar mínir fluttu með mig hingað mjög ungan og hér hef ég átt heima mestan partinn, en búið í Reykjavík, kannski tíu ár í allt, í tveimur lotum.“ Hann kveðst hafa stundað sjómennsku meðfram menntaskólanámi og háskólanámi. „Í svona plássum þá lenda menn á sjó, það vantar svo oft í afleysingar. Ég byrjaði á trillu á sumrin með öðrum þegar ég var 16 ára, á handfærum og beitukóngsveiðum.“ Hann segir þó mikið vanta upp á að hann þekki Breiðafjörðinn eins og lófann á sér. „Þegar maður er að sigla er aðalatriði að hafa sjó undir en hér er mikið af eyjum og skerjum og kortin ótrúlega ónákvæm, stór svæði í firðinum eru bara ekki mæld. Það er því lærdómur fyrir mig að flakka um á ferjunni með mönnum sem eru aldir upp í eyjunum, þeir horfa mikið til fjalla, spekúlera í gömlum miðum og vita allaf nákvæmlega hvar þeir eru.“ Jón Torfi keypti sér litla trillu fyrir fimm árum og hélt á strandveiðar. „Fyrstu sumurin á trillunni minni var ég á vestursvæðinu og reri bæði frá Hólminum og Patró en færði mig yfir á Strandirnar fyrir tveimur sumrum. Lét flytja bátinn á bíl, þetta er svo löng sigling og allra veðra von á leiðinni fyrir Horn. Við erum nokkrir vinir sem höfum verið á Norðurfirði og haldið til í bátunum. Það er heilmikil útilega en við stöndum þétt saman og okkur er vel tekið af heimafólki. Það er mikils virði.“ Báturinn hans Jóns Torfa heitir Torfi, eins og bátur langafa hans. Hann er smíðaður í Finnlandi og þeir eru jafnaldrar svo þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. „Torfi er lítill bátur. Ég mundi ekki vilja taka meira á hann en eitt tonn í einu. Samkvæmt strandveiðireglum má ég heldur ekki taka meira en 770 kíló á dag.“ Eitt sinn kveðst Jón Torfi hafa komist í háska. „Báturinn varð vélarvana og var rétt rekinn upp í fjöru, það var guðslán að Sævar, félagi minn, var nærstaddur og náði að koma taug í hann áður en illa fór. Þegar menn eru einir um borð má ekkert út af bregða til að illa fari en við félagarnir vitum alltaf hvor af öðrum.“ En er hann alltaf með hugann við fiskinn eða er hann líka að semja lög eða texta þegar hann er á sjó? „Það er allur gangur á því. Fiskeríið getur verið mjög tregt og lífið um borð er viss jafnvægiskúnst. Maður fer á einhverja bleyðu sem manni finnst líklegri en allt annað og bleytir færin en ekkert gerist. Þá fer maður að efast um sjálfan sig. En ég er alltaf með gítar með, festan upp í loft, og gríp stundum í hann á rekinu eða þegar komið er í land, flest mín lög hef ég samið um borð í Torfa eða öðrum bátum sem ég hef verið á í gegnum tíðina.“Spilar á vindlakassagítar Hann kveðst hafa verið með lagasmíðar bak við eyrað frá því að opnaðist fyrir þá rás fyrir tíu árum. „Annað slagið dúkka upp einhverjar línur eða melódíur sem maður losnar ekki við. Þá er ágætt að hafa þann hátt á að leyfa öðrum að njóta þeirra og sjá hvað verða vill. Ég byrja stundum á að taka þær upp á símann. Þegar ég var á línu á Bíldsey úr Stykkishólmi kom fyrir að ég varð andvaka uppi í koju, fékk hugmynd að lagi og reyndi að raula það inn á símann í gegnum vélarhljóðið, án þess að vekja Birki Kúld vélstjóra sem lá sirka 30 sentimetra frá mér.“Á nýju plötunni eru ellefu lög, öll frumsamin af Jóni Torfa. „Þrjú laganna gerði ég í samstarfi við aðra og í einu tilfelli er textinn ekki eftir mig. Sumt er svolítið blúsað og kannski ádeila, svo eru angurværir ástarsöngvar og lög um sjómennskuna. „Í dag eru sjómenn með hárnet,“ er sungið í einu þeirra – sem sagt af sem áður var. Einn textinn er málsvörn fyrir skítseiðin í landinu sem enginn virðist vilja taka upp hanskann fyrir. Svolítið grín. Það er engin samfella í efni disksins, heldur er það bara eins og það kemur af skepnunni.“ Ég rifja upp tónleika sem ég naut í Hörpunni á Menningarnótt fyrir nokkrum árum, þegar Jón Torfi var í Varsjárbandalaginu og fleygði frá sér hljóðfærum og greip önnur í miðjum lögum. Þar gekk mikið á. Hann kannast við það en segir spilamennsku í tríói ekki gefa mikla möguleika á svoleiðis glensi. „Í einu laganna á plötunni spila ég á vindlakassagítar sem mér áskotnaðist í Eyjafirði. Það eykur smá á fjölbreytnina.“ Gott lag er á tónlistarkennslu í Hólminum að sögn Jóns Torfa. „Ég fékk að byrja í tónlistarskólanum þegar ég var fimm ára því þá öfundaði ég Dag, stóra bróður, svo mikið af því að vera þar. Var svo þar við nám þar til ég fór í framhaldsskólann. Það var ómetanlegt.“ Hann kveðst hafa verið í og úr framhaldsskóla um tíma, byrjað í MH og orðið stúdent úr Fjölbraut í Ármúla. „Mér tókst ekki að útskrifast fyrr en ég var kominn á sjó, þá var ég að leysa prófverkefni í pásum. Seinna fór ég í sagnfræði í Háskólanum. Þar varð saga mín lík margra annarra, ég er búinn með allt nema að skila BA-ritgerðinni. En meðan ég var í sagnfræðinni var ég líka að vinna í Bæjarins bestu í Tryggvagötunni og á Þjóðskjalasafninu, auk þess að spila í Varsjárbandalaginu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017
Lífið Menning Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira