Rebekka Sif frumsýnir myndband Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 18:04 Rebekka Sif segir frá gerð nýja myndbandsins við lagið Wondering. Rebekka Sif Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar „Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið við lagið var tekið upp á Hellisgerði í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum. „Það er fyndið að segja frá því að þrjár þýskar konur, túristar, tylltu sér á bekk rétt hjá okkur til að horfa á myndbandsupptökuna og sátu þar í allavega einn og hálfan tíma. Þær klöppuðu meira að segja inn á milli þegar ég stóð mig sérstaklega vel við að mæma lagið,“ segir Rebekka og hlær. Lagið sjálft er líflegur poppsmellur sem Rebekka segir að fjalli um „kómísk samskipti“ tveggja einstaklinga sem fara á mis. „Ef þú hefur verið að hitta einhvern og liðið eins og ekki sé allt með felldu ættirðu að geta tengt við þetta lag,“ segir Rebekka og bætir við: „Það er svo þreytandi þegar manneskja neitar að horfast í augu við mann og viðurkenna hvað er að, að það verður að lokum fyndið.“ Rebekka segir að maður geti annað hvort varið orku í að eltast við manneskjuna eða hlegið að þessu öllu saman og jafnvel samið lag um samskiptin.Rebekka Sif gefur út sína fyrstu plötu 17. ágúst næstkomandi og gefur út myndband af því tilefni.Rebekka SifEn hvað er fram undan hjá Rebekku? „Eftir útgáfutónleikana fer ég beint í það að pakka saman öllu dótinu mínu þar sem ég og kærastinn erum að flytja til Svíþjóðar í lok ágúst. Ég mun hefja söngkennaranám í byrjun september í Complete Vocal Institute sem ég er gífurlega spennt fyrir og síðan mun ég auðvitað halda áfram að semja, koma fram og skapa,“ segir Rebekka sem er spennt fyrir komandi tímum. Á plötunni eru ellefu lög sem hún samdi yfir fimm ára skeið. Hún segist sjálf hafa samið öll lögin en Aron Andri Magnússon samdi auk þess með henni lögin Wondering og The One Who Gets Away. Þá samdi Sindri Snær Thorlacious lagið Disappear sem Rebekka samdi textann við.Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Gunnjón Gestsson og Orri Snær Karlsson sáu um gerð myndbandsins og þá spila þeir Aron Andri Magnússon, Sindri Snær Thorlacius, Daniel Alexander Catcart-Jones og Arnór Sigurðsson með henni. Arnór sá um upptökustjórn og hljóðblöndun. Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar „Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið við lagið var tekið upp á Hellisgerði í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum. „Það er fyndið að segja frá því að þrjár þýskar konur, túristar, tylltu sér á bekk rétt hjá okkur til að horfa á myndbandsupptökuna og sátu þar í allavega einn og hálfan tíma. Þær klöppuðu meira að segja inn á milli þegar ég stóð mig sérstaklega vel við að mæma lagið,“ segir Rebekka og hlær. Lagið sjálft er líflegur poppsmellur sem Rebekka segir að fjalli um „kómísk samskipti“ tveggja einstaklinga sem fara á mis. „Ef þú hefur verið að hitta einhvern og liðið eins og ekki sé allt með felldu ættirðu að geta tengt við þetta lag,“ segir Rebekka og bætir við: „Það er svo þreytandi þegar manneskja neitar að horfast í augu við mann og viðurkenna hvað er að, að það verður að lokum fyndið.“ Rebekka segir að maður geti annað hvort varið orku í að eltast við manneskjuna eða hlegið að þessu öllu saman og jafnvel samið lag um samskiptin.Rebekka Sif gefur út sína fyrstu plötu 17. ágúst næstkomandi og gefur út myndband af því tilefni.Rebekka SifEn hvað er fram undan hjá Rebekku? „Eftir útgáfutónleikana fer ég beint í það að pakka saman öllu dótinu mínu þar sem ég og kærastinn erum að flytja til Svíþjóðar í lok ágúst. Ég mun hefja söngkennaranám í byrjun september í Complete Vocal Institute sem ég er gífurlega spennt fyrir og síðan mun ég auðvitað halda áfram að semja, koma fram og skapa,“ segir Rebekka sem er spennt fyrir komandi tímum. Á plötunni eru ellefu lög sem hún samdi yfir fimm ára skeið. Hún segist sjálf hafa samið öll lögin en Aron Andri Magnússon samdi auk þess með henni lögin Wondering og The One Who Gets Away. Þá samdi Sindri Snær Thorlacious lagið Disappear sem Rebekka samdi textann við.Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Gunnjón Gestsson og Orri Snær Karlsson sáu um gerð myndbandsins og þá spila þeir Aron Andri Magnússon, Sindri Snær Thorlacius, Daniel Alexander Catcart-Jones og Arnór Sigurðsson með henni. Arnór sá um upptökustjórn og hljóðblöndun.
Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið