Gleðilega Gleðigöngu – baráttan heldur áfram María Helga Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:13 Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun