Ungir Píratar vilja koma í veg fyrir lokun Hugarafls Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. ágúst 2017 11:18 Frá fundi Karsl Péturs Jónssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur með Hugarafli. vísir/anton brink Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira