Þessi tónlist valdi mig en ekki ég hana Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 12:00 Svanur Vilbergsson, gítarleikari ætlar að taka við keflinu á tónleikaröðinni Reykjavík Classics á mánudaginn. Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira