Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Byggingarverktaki hefur keypt upp nær allar fasteignir í þremur götum í einu elsta hverfi Kópavogs, en Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvað verktakinn áformar að gera. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Þar verður jafnframt rætt við lækna sem gagnrýna nýtt greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi á mánudag. Þeir telja að heilsugæslan muni ekki ráða við álagið sem því fylgi.

Þá er löggæsla á bæjarhátíðum í uppnámi eftir ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins í síðustu viku um að fella niður löggæslukostnað vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði. Mörg sambærileg mál eru komin á borð ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður.

Þetta og margt fleira í fréttum okkar í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×