Kvartað yfir samskiptaleysi eftir 16 tíma töf á flugi WOW Air frá Berlín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 12:04 Farþegar voru ekki ánægðir með upplýsingaflæði frá flugfélaginu. vísir/vilhelm Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira