Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2017 12:43 Sebastian Vettel stal ráspólnum af liðsfélaga sínum á síðasta hringnum. Vísir/Getty Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Ferrari menn leiddu allar þrjár æfingarnar, þess var að vænta að baráttan um ráspól yrði hörð. Mercedes vélarnar hafa svokallaða tímatökustillingu sem gefur talsvert aukaafl í einn hring.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á brautina á ofur-mjúkum dekkjum á meðan allir aðrir notuðust strax við últra mjúku dekkin sem er mýksta útgáfan sem í boði er þessa helgina. Bottas var fljótastur í lotunni á Mercedes bílnum. Romain Grosjean á Haas féll út í fyrstu umferð, hann lenti í bremsuvandræðum á æfingum og skipti aftur yfir í Brembo bremsur. Það er spurning hvort hausinn sé farinn að stýra Grosjean í ógöngur því Haas bíllinn getur betur en þetta. Kevin Magnussen komst til að mynda áfram í aðra umferð, þó tæpt hafi verið. Auk Grosjean féllu út; Jolyon Palmer á Renault, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sauber ökumennirnir.Valtteri Bottas var fljótastur í fyrstu tveimur lotunum en náði svo ekki að svara Ferrari mönnum í þriðju lotunni.Vísir/GettyÖnnur lota Allir ökumenn í annarri lotu óku á últra-mjúkum dekkjum. Eftir fyrstu tilraunir allra var Bottas fljótastur og Hamilton var annar. Þar á eftir komu Ferrari menn, tæplega 0,8 sekúndum á eftir Bottas. Annaðhvort var Mercedes að spara sig á æfingum og setti í gírinn í tímatökunni eða þá að Ferrari menn gerðu bara það sem til þurfti til að komast áfram og spara með því dekkin. Tíu fljótustu ökumennirnir í annarri lotu þurfa að hefja keppnina á þeim dekkjagangi sem þeir settu sinn hraðasta tíma á í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Toro Rosso ökumennirnir og Lance Stroll á Williams.Þriðja lota Nico Hulkenberg á Reaunlt truflaði Hamilton á úthringnum svo Hamilton hætti við að hefja tímatökuhring. Raikkonen setti mjög góðan tíma og var fljótastur fyrir lokatlögu allra. Bottas var annar einungis 0,036 á eftir landa sínum. Vettel var þriðji og Hamilton fjórði. Síðasta umferðin var afar spennandi. Raikkoenn hefur tekið þátt í 127 keppnum síðan hann náði ráspól síðast, í Frakklandi 2010. Raikkonen náði ekki að bæta sinn tíma. Vettel tók ráspólinn af Raikkonen og Mercedes menn náðu ekki að svara. Ferrari náði báðum bílum á fremstu ráslínu í fyrsta skipti síðan 2008. Formúla Tengdar fréttir Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Ferrari menn leiddu allar þrjár æfingarnar, þess var að vænta að baráttan um ráspól yrði hörð. Mercedes vélarnar hafa svokallaða tímatökustillingu sem gefur talsvert aukaafl í einn hring.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á brautina á ofur-mjúkum dekkjum á meðan allir aðrir notuðust strax við últra mjúku dekkin sem er mýksta útgáfan sem í boði er þessa helgina. Bottas var fljótastur í lotunni á Mercedes bílnum. Romain Grosjean á Haas féll út í fyrstu umferð, hann lenti í bremsuvandræðum á æfingum og skipti aftur yfir í Brembo bremsur. Það er spurning hvort hausinn sé farinn að stýra Grosjean í ógöngur því Haas bíllinn getur betur en þetta. Kevin Magnussen komst til að mynda áfram í aðra umferð, þó tæpt hafi verið. Auk Grosjean féllu út; Jolyon Palmer á Renault, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sauber ökumennirnir.Valtteri Bottas var fljótastur í fyrstu tveimur lotunum en náði svo ekki að svara Ferrari mönnum í þriðju lotunni.Vísir/GettyÖnnur lota Allir ökumenn í annarri lotu óku á últra-mjúkum dekkjum. Eftir fyrstu tilraunir allra var Bottas fljótastur og Hamilton var annar. Þar á eftir komu Ferrari menn, tæplega 0,8 sekúndum á eftir Bottas. Annaðhvort var Mercedes að spara sig á æfingum og setti í gírinn í tímatökunni eða þá að Ferrari menn gerðu bara það sem til þurfti til að komast áfram og spara með því dekkin. Tíu fljótustu ökumennirnir í annarri lotu þurfa að hefja keppnina á þeim dekkjagangi sem þeir settu sinn hraðasta tíma á í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Toro Rosso ökumennirnir og Lance Stroll á Williams.Þriðja lota Nico Hulkenberg á Reaunlt truflaði Hamilton á úthringnum svo Hamilton hætti við að hefja tímatökuhring. Raikkonen setti mjög góðan tíma og var fljótastur fyrir lokatlögu allra. Bottas var annar einungis 0,036 á eftir landa sínum. Vettel var þriðji og Hamilton fjórði. Síðasta umferðin var afar spennandi. Raikkoenn hefur tekið þátt í 127 keppnum síðan hann náði ráspól síðast, í Frakklandi 2010. Raikkonen náði ekki að bæta sinn tíma. Vettel tók ráspólinn af Raikkonen og Mercedes menn náðu ekki að svara. Ferrari náði báðum bílum á fremstu ráslínu í fyrsta skipti síðan 2008.
Formúla Tengdar fréttir Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00
Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15
Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45