Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 21:11 Ingimundur Einarsson er ekki vanhæfur samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu. Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu.
Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51
Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00