Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2017 21:15 Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum. Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum.
Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00