Brynjar hættir á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2017 10:54 Víst er að margir eiga eftir að sakna Brynjars af Facebook, hvar hann hefur látið eitt og annað vaða sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira