„Fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 18:27 Fjármálaráðherra segir þyngra en tárum taki að horfa upp á það sem sé að gerast í Bandaríkjunum. Vísir/Ernir „Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45
Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14