Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir horfir á eftir fyrsta upphafshöggi dagsins Mynd/GSÍ/seth@golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék seinasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari og lenti í 69-72. sæti á alls fimm höggum undir pari í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna. Ólafía byrjaði mótið af krafti og var á sjö höggum undir pari eftir tvo daga en þreytan fór að taka til sín á þriðja degi og lék hún á fjórum höggum yfir pari á þriðja hring. Sjá einnig: Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Hún lék frábært golf í dag og tapaði aðeins höggi á einni holu, þeirri sextándu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla í fyrsta og eina skiptið á mótinu. Annars lék hún stöðugt golf og fékk þrettán pör og fjóra fugla. Ólafía byrjaði á tíundu braut í dag og byrjaði af krafti en hún fékk fugl strax á annari braut. Fylgdi hún því eftir með fugli á fimmtu braut en tvöfaldur skolli kom henni aftur á parið á sjöundu braut. Ólafía lét það ekki trufla sig og krækti í fugl strax á næstu holu og var því einu höggi undir pari eftir fyrri níu holur dagsins eftir par á 18. braut. Lék hún afar stöðugt golf á seinni níu holum dagsins en hún fékk par á fyrstu sex holunum á seinni níu holunum. Náði hún að krækja í fugl á sextándu holunni og var hún því komin tveimur höggum undir par á deginum og alls fjórum höggum undir par. Fylgdi hún því eftir með tveimur pörum og lauk því leik á fjórum höggum undir pari í 69-72. sæti ásamt spænsku kylfingunum Maria Parra, Belen Mozo og Amelia Lewis. Frumraun hennar á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna gekk því vel en hún viðurkenndi sjálf að undirbúningurinn hefði getað verið betri eftir að hafa gengist undir aðgerð rétt fyrir jól. Hún nær vonandi að byggja á þessari reynslu fyrir næsta mót sem hefst þann 16. febrúar næstkomandi í Adelaide í Ástralíu. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék seinasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari og lenti í 69-72. sæti á alls fimm höggum undir pari í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna. Ólafía byrjaði mótið af krafti og var á sjö höggum undir pari eftir tvo daga en þreytan fór að taka til sín á þriðja degi og lék hún á fjórum höggum yfir pari á þriðja hring. Sjá einnig: Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Hún lék frábært golf í dag og tapaði aðeins höggi á einni holu, þeirri sextándu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla í fyrsta og eina skiptið á mótinu. Annars lék hún stöðugt golf og fékk þrettán pör og fjóra fugla. Ólafía byrjaði á tíundu braut í dag og byrjaði af krafti en hún fékk fugl strax á annari braut. Fylgdi hún því eftir með fugli á fimmtu braut en tvöfaldur skolli kom henni aftur á parið á sjöundu braut. Ólafía lét það ekki trufla sig og krækti í fugl strax á næstu holu og var því einu höggi undir pari eftir fyrri níu holur dagsins eftir par á 18. braut. Lék hún afar stöðugt golf á seinni níu holum dagsins en hún fékk par á fyrstu sex holunum á seinni níu holunum. Náði hún að krækja í fugl á sextándu holunni og var hún því komin tveimur höggum undir par á deginum og alls fjórum höggum undir par. Fylgdi hún því eftir með tveimur pörum og lauk því leik á fjórum höggum undir pari í 69-72. sæti ásamt spænsku kylfingunum Maria Parra, Belen Mozo og Amelia Lewis. Frumraun hennar á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna gekk því vel en hún viðurkenndi sjálf að undirbúningurinn hefði getað verið betri eftir að hafa gengist undir aðgerð rétt fyrir jól. Hún nær vonandi að byggja á þessari reynslu fyrir næsta mót sem hefst þann 16. febrúar næstkomandi í Adelaide í Ástralíu.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira