Fótbolti

Breska þingið gefur enska knattspyrnusambandinu gula spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum sem hafa verið í betri málum í fótboltan en einmitt núna.
Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum sem hafa verið í betri málum í fótboltan en einmitt núna. Vísir/EPA
Enska knattspyrnusambandið hefur ekki tekist að taka til í rekstri sínum samkvæmt mati manna á breska þinginu.

Þingmennirnir samþykktu í dag tillögu um að gefa enska knattspyrnusambandinu gula spjaldið vegna misheppnaðar tilraunar manna þar á bæ að taka rekstur sinn til gagngerðar endurskoðunnar.

Tillagan sem var samþykkt var meira táknræn en annað en þingmennirnir hafa varað forráðamenn enska sambandsins að lagi þeir ekki hlutina þá muni breska þingið fara að beita sambandið refsingum.

Íþróttamálaráðherrann Tracey Crouch lét sem dæmi hafa það eftir sér að enska knattspyrnusambandið gæti tapað 30 til 40 milljónum punda í formi ríkisstyrkja ef það nútímavæðir ekki starfsemi sína.

Damian Collins, yfirmaður sérstakrar CMS-nefndar sem sér um menningu, fjölmiðla og íþróttir segir að það sem er ljóst að það er ekki í boði að gera ekkert.

„Ef ég nota knattspyrnumál til að skýra stöðuna enn frekar þá er enska sambandið ekki bara í framlengingu, þeir eru í lok framlengingarinnar og 1-0 undir. Þeir eru í Fergie-tíma og ef þeir taka ekki til hjá sér strax þá mun það verða gert fyrir þá,“ sagði Damian Collins í viðtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×