Trump sagði Pútín að kjarnorkusamningur ríkjanna væri slæmur fyrir Bandaríkin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 23:06 Trump ræddi við Pútín í síma í seinasta mánuði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu. Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00