Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, og bæjarstjórinn Sævar Freyr Þráinsson fyrir fundinn. vísir/ernir Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26