Innlent

Íslendingar á leið til Ítalíu minntir á vegabréfin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ráðuneytið bendir á að ávallt sé krafa um að ferðalangar hafi vegabréf meðferðis.
Ráðuneytið bendir á að ávallt sé krafa um að ferðalangar hafi vegabréf meðferðis. Vísir/Vilhelm
Ítalir hafa tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að tímabundnu landamæraeftirliti verður komið á frá 10. maí til og með 30. maí 2017 á öllum ítölskum landamærastöðvum. Eru því þeir sem hyggja á ferðalög til Ítalíu minntir á að hafa með sér vegabréf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar er fólk jafnframt minnt á að kanna gildistíma vegabréfa sinna og bera saman við kröfur þess lands sem ferðast skal til en vegabréf skulu gilda frá þremur til sex mánuðum lengur en áætluð ferðalok.

„Þessi áminning á raunar við öll ferðalög úr landi því ekki er hægt að tryggja að ferðalangar komist á leiðarenda eða á milli landa nema með gild vegabréf. Ferðalöngum er því eindregið ráðið frá því að treysta á önnur skilríki,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×