Svartur dagur í sögu Akranesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00