Koeman var rekinn frá Everton á mánudaginn vegna lélegs árangurs liðsins á tímabilinu. Everton situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn unnið leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Everton keypti marga leikmenn í sumar en mistókst að fylla í skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig.
„Olivier Giroud var mættur á staðinn,“ sagði Koeman um Frakkann sem átti að koma í staðinn fyrir Lukaku.

Koeman ítrekaði hversu mikilvægur Lukaku var fyrir Everton.
„Hann var svo mikilvægur fyrir okkur, ekki bara út af mörkunum hans. Ef hlutirnir gengu ekki upp og við gátum ekki spilað eins og við vildum gátum við alltaf sent langan bolta fram á hann,“ sagði Koeman.
Everton tapaði 2-1 fyrir Chelsea í 16-liða úrslitum deildabikarsins í gær. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Koeman var rekinn. David Unsworth stýrði Everton í gær.