Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 06:00 Chuong Le Bui kom til Íslands árið 2015 og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Yfirmaður hennar á Nauthóli segir það undarlegt að þurfa vera í háskólanámi til að fá námsmannaleyfi. Fréttablaðið/Stefán „Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira