Fallist á umdeilanlegar skýringar flugmanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. október 2017 06:00 Flugmaðurinn á TF-KOZ segist hafa verið í 100 til 150 metra hæð í aðflugi að Reykjahlíðarflugvelli. Völlurinn er hins vegar suðvestan við Hlíðarfjall sem sést í bakgrunninum og þangað stefndi flugvélin ekki. Fréttablaðið/Benedikt Bóas „Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00