Geðheilbrigði tónlistarmanna er ekki skemmtifrétt Benedikt Bóas skrifar 26. október 2017 16:30 Chester Bennington, söngvari Linkin Park, var virtur og dáður af milljónum en hafði sinn djöful að draga. Hann framdi sjálfsmorð þann 20. júlí síðastliðinn þegar hann hengdi sig á heimili sínu. Hann var 41. árs. NordicPhotos/Getty „Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty Airwaves Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty
Airwaves Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira