Áfram stelpur! Guðríður Arnardóttir skrifar 24. október 2017 14:51 Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem betur fer gríðarlega margt unnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur okkar og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum – það voru konurnar sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% okkar félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Það er eins og karlar velji sér síður kennslu sem ævistarf en konur. Það hefur gengið betur að fjölga konum innan hefðbundinna karlastétta en fjölga körlum í kvennastéttum. Það gæti auðvitað átt sér margar orsakir en karlar sækja síður í lægra launuð störf og því miður eru kvennastéttirnar, umönnunarstéttirnar, enn sem komið er metnar lægra til launa. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt með öllu og einnig að öll mótunarár barna og ungmenna séu það aðallega konur sem koma að kennslu þeirra og þar með félagsmótun. Og jafnrétti er ekki bara í orði, það verður líka að vera á borði. Það er ekki bara sömu laun fyrir sömu vinnu, það er miklu meira en það. Jafnrétti er líka glíman við staðalímyndir og viðhorf, eða norm samfélagsins. Jafnréttisbaráttan á sér svo ótal marga anga, suma erum við minna meðvituð um en aðra. Vakningin #metoo, #höfumhátt, #freethenipple er sprottin frá róttækum ungum konum sem skora gamaldags gildi á hólm. Því það er meira en að segja það að slíta sig lausa frá þeim gildum sem manni eru innrætt frá blautu barnsbeini. Og þegar einhver hefur stigið fram og haft hátt, er það einhvern veginn svo augljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Í dag ætla ég að minnast allra þeirra frábæru karla sem hafa lagt okkur stelpunum lið og sem hafa tekið slagina með okkur. Þeim fer fjölgandi sem betur fer enda er þetta þeirra barátta líka. En í dag tala ég til kvenna í kennarastéttinni. Af því það er dagurinn okkar í dag. Í dag heiðra ég minningu allra þeirra kvenna, lífs og liðinna, sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Í dag skulum við líka minnast þess að það eru við sem höldum á keflinu og það er okkar að koma dætrum okkar í mark.Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem betur fer gríðarlega margt unnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur okkar og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum – það voru konurnar sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% okkar félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Það er eins og karlar velji sér síður kennslu sem ævistarf en konur. Það hefur gengið betur að fjölga konum innan hefðbundinna karlastétta en fjölga körlum í kvennastéttum. Það gæti auðvitað átt sér margar orsakir en karlar sækja síður í lægra launuð störf og því miður eru kvennastéttirnar, umönnunarstéttirnar, enn sem komið er metnar lægra til launa. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt með öllu og einnig að öll mótunarár barna og ungmenna séu það aðallega konur sem koma að kennslu þeirra og þar með félagsmótun. Og jafnrétti er ekki bara í orði, það verður líka að vera á borði. Það er ekki bara sömu laun fyrir sömu vinnu, það er miklu meira en það. Jafnrétti er líka glíman við staðalímyndir og viðhorf, eða norm samfélagsins. Jafnréttisbaráttan á sér svo ótal marga anga, suma erum við minna meðvituð um en aðra. Vakningin #metoo, #höfumhátt, #freethenipple er sprottin frá róttækum ungum konum sem skora gamaldags gildi á hólm. Því það er meira en að segja það að slíta sig lausa frá þeim gildum sem manni eru innrætt frá blautu barnsbeini. Og þegar einhver hefur stigið fram og haft hátt, er það einhvern veginn svo augljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Í dag ætla ég að minnast allra þeirra frábæru karla sem hafa lagt okkur stelpunum lið og sem hafa tekið slagina með okkur. Þeim fer fjölgandi sem betur fer enda er þetta þeirra barátta líka. En í dag tala ég til kvenna í kennarastéttinni. Af því það er dagurinn okkar í dag. Í dag heiðra ég minningu allra þeirra kvenna, lífs og liðinna, sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Í dag skulum við líka minnast þess að það eru við sem höldum á keflinu og það er okkar að koma dætrum okkar í mark.Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun