Lífið

Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Um sextíu manns voru búnir að koma sér fyrir í röðinni um miðnætti.
Um sextíu manns voru búnir að koma sér fyrir í röðinni um miðnætti. Vísir/Erla Björg
Talsverð röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu í Reykjavík en YEEZY BOOST 350 V2 Zebra skórnir sem Kanye West hannaði í samstarfi við Adidas verða til sölu í versluninni í fyrramálið. Fyrsta tjaldið var komið upp um miðjan dag í dag en um miðnætti voru um sextíu manns í röðinni.

Tveir þriðju af upplaginu verða seldir í versluninni á morgun sem opnar klukkan 9:00 en þriðjungur seldur með svokölluðu „Raffle“ fyrirkomulagi. Í því felst að það verður að skrá sig á síðu Húrra Reykjavík til að eiga möguleika á að kaupa par og síðan er dregið af handahófi.

Yeezy skólínan er samstarfsverkefni Adidas og rapparans Kanye West. Skórnir eru gefnir út í takmörkuðu upplagi og eykur það vinsældirnar og eftirspurnina.

Skórnir koma til með að kosta 29.990 en ekki verður hægt að máta þá. 

Í desember á síðasta ári biðu hátt í 200 manns í röð fyrir utan verslunina eftir Yeezyboost. Þá seldust skórnir upp á örfáum klukkutímum.

Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×