Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Útsýnið aftan úr hjólabátnum á planinu þar sem slysið varð. Mynd/RNSA Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira