Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni 1. júní 2017 07:00 Gríðarlegt magn af gleri er að finna í jarðveginum sem nýttur var í reiðveginn. vísir/sveinn Alvarleg mistök áttu sér stað við lagningu nýs reiðvegar sunnan við golfvöll Akureyringa í vor. Jarðvegur sem notaður var í veginn er mjög mengaður af alls konar postulíni og glerrusli sem er stórhættulegt bæði mönnum og dýrum sem eiga leið um veginn. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar segir þetta hræðileg mistök og að rík áhersla sé lögð á að verktaki skipti út jarðveginum. „Þetta eru hrikaleg mistök sem hafa átt sér stað við gerð reiðvegarins og bæði mönnum og dýrum stendur ógn af þessum vegi,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Reiðvegurinn sem um ræðir tengir hesthúsahverfi hestamanna á Akureyri við náttúruperluna Eyjafjörð og er fjölfarinn alla daga.Sigfús Helgason stjórnarmaður Landsamband Hestamanna„Þarna hefur verið að koma upp glerrusl og postulín sem er stórhættulegt. Efnið virðist hafa verið tekið úr eldgömlum ruslahaug því þarna hafa komið upp Valash glerflöskur sem hætt var að framleiða í kringum 1970 að mig minnir. Við höfum verið í sambandi við Akureyrarbæ og þeir hafa viðurkennt að þarna hefur bara orðið slys við framkvæmdina og þeir ætla að bæta úr þessu. Það er ánægjulegt,“ bætir Sigfús við. Guðríður Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir vinnu vera hafna við að bæta úr þessu. „Þetta er til skammar og við leggjum mikla áherslu á að úr þessu sé bætt. Verktakar sem unnu verkið eru að vinna að því að skipta út þessum jarðvegi. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta var,“ segir Guðríður. „Við höfum tekið á þessu og munum fylgja þessu eftir.“ Þegar blaðamaður kannaði aðstæður í gær mátti sjá mikið af gömlum glerflöskum, ampúlum og postulíni í vegöxlum beggja vegna. Ljúka á við lagfæringar á veginum á næstu dögum en bæði gangandi og ríðandi vegfarendur fara um veginn dagsdaglega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Alvarleg mistök áttu sér stað við lagningu nýs reiðvegar sunnan við golfvöll Akureyringa í vor. Jarðvegur sem notaður var í veginn er mjög mengaður af alls konar postulíni og glerrusli sem er stórhættulegt bæði mönnum og dýrum sem eiga leið um veginn. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar segir þetta hræðileg mistök og að rík áhersla sé lögð á að verktaki skipti út jarðveginum. „Þetta eru hrikaleg mistök sem hafa átt sér stað við gerð reiðvegarins og bæði mönnum og dýrum stendur ógn af þessum vegi,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Reiðvegurinn sem um ræðir tengir hesthúsahverfi hestamanna á Akureyri við náttúruperluna Eyjafjörð og er fjölfarinn alla daga.Sigfús Helgason stjórnarmaður Landsamband Hestamanna„Þarna hefur verið að koma upp glerrusl og postulín sem er stórhættulegt. Efnið virðist hafa verið tekið úr eldgömlum ruslahaug því þarna hafa komið upp Valash glerflöskur sem hætt var að framleiða í kringum 1970 að mig minnir. Við höfum verið í sambandi við Akureyrarbæ og þeir hafa viðurkennt að þarna hefur bara orðið slys við framkvæmdina og þeir ætla að bæta úr þessu. Það er ánægjulegt,“ bætir Sigfús við. Guðríður Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir vinnu vera hafna við að bæta úr þessu. „Þetta er til skammar og við leggjum mikla áherslu á að úr þessu sé bætt. Verktakar sem unnu verkið eru að vinna að því að skipta út þessum jarðvegi. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta var,“ segir Guðríður. „Við höfum tekið á þessu og munum fylgja þessu eftir.“ Þegar blaðamaður kannaði aðstæður í gær mátti sjá mikið af gömlum glerflöskum, ampúlum og postulíni í vegöxlum beggja vegna. Ljúka á við lagfæringar á veginum á næstu dögum en bæði gangandi og ríðandi vegfarendur fara um veginn dagsdaglega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira