„Þetta á að rannsaka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 12:18 Jón Þór Ólafsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn með vantraustsyfirlýsingu á dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00