Erlent

Skotárás í Filippseyjum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Verið er að flytja fólk burt af staðnum.
Verið er að flytja fólk burt af staðnum. Vísir/afp
Dvalarstaðnum Resorts World Manila á Filippseyjum hefur verið lokað af eftir að sprenging heyrðist og að maður skaut af byssu. Lögregla og sérsveit voru send á svæðið. Árásin kemur í kjölfar átaka á milli hersins og Isis-liða þar í landi sem reynt hafa að yfirtaka borgina Marawi.

Staðfest hefur verið að grímuklæddur maður er uppi á annarri hæð og miðar á gesti staðarins. Haft er eftir starfsmanni að gestir hafi hlaupið öskrandi út af hótelinu og falið sig í kjallara hússins. Samkvæmt fréttaveitu BBC vinna þeir sem standa að dvalarstaðnum náið með lögregluyfirvöldum og reyna að hafa hemil á aðstæðum. Verið er að flytja fólk burt af staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×