Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Valhöll. Vísir/Pjetur Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“ Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“
Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00
Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51
Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37