Innlent

John Snorri snúinn aftur heim á klakann

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Það voru fagnaðarfundir á Keflavíkurflugvelli í dag.
Það voru fagnaðarfundir á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Jói K
John Snorri Sigurjónsson sem vann það þrekvirki að klífa næsthæsta fjall heims, K2 sem er 8.611 metrar á hæð, snéri aftur heim á klakann nú rétt eftir klukkan þrjú í dag. Í kjölfar þess að hafa klifið K2 þá Þá kleif hann einnig tinda K3 sem er 8.051 metra hátt. Þetta gerði hann allt á sjö daga tímabili.

Ganga John Snorra var hlut af áheitasöfnun fyrir LÍf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. John Snorri hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og hefur Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og fjallagarpur, sagt að þetta jafnist á við læknisfræðilegt afrek.

John Snorra var fagnað þegar hann snéri heim úr ferðalagi sínu þar sem hann kleif toppinn á K2.Vísir/Jói K
John Snorri hefur verið fjarri fjölskyldu sinni í á fimmta mánuð. Hann á fimm börn og það sjötta er væntanlegt í nóvember. Það voru eðlilega fagnaðarfundir í flugstöðinni síðdegis.

Rætt var við fjölskyldu John Snorra og kappann sjálfan í Keflavík í kvöld í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

John Snorri komst á tind K3 í nótt

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt.

John Snorri kominn á toppinn

John Snorri Sigurjónsson, fjallgöngumaður, komst í morgun á topp næsthæsta fjalls heims K2, fyrstur Íslendinga.

Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2

John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×