Það var líf og fjör á Skólavörðustíg í dag þar sem kjötsúpudeginum var fagnað fimmtánda árið í röð. Fjöldi fólks lagði leið sína á stíginn af þessu tilefni enda mikið um að vera. Sauðfjárbændur, íslenskt grænmeti og rekstraraðilar sem buðu gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu.
Hægt er að sjá stemninguna í spilaranum hér að ofan.
