Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2017 14:45 Konan átti bókað flug til Brasilíu 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Vísir/Valli Brasilísk kona, sem úrskurðuð var í farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán, telur föðurinn hafa farið á svig við dómsátt í forsjárdeilu þeirra. Þetta hefur Vísir eftir lögmanni konunnar, Sigurði Frey Sigurðssyni. Móðirin og faðir barnsins skildu árið 2012 og fór í hönd forsjárdeila. Henni lauk með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir.Segist ekki hindra samskipti Faðirinn hafi hins vegar ekki flutt lögheimili barnsins til konunnar að tveimur árum liðnum eins og til stóð. Þar telur konan barnsföður sinn hafa brotið gegn sér. Snýr deila þeirra að lögheimili barnsins og er forsjárdeila þeirra fyrir dómi. Faðirinn hefur forsjá barnsins til bráðabirgða samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir rúmri viku. Konan fór af landi brott með manni sínum, barni þeirra og barninu sem deilan snýst um í mars í fyrra. Hún hefur neitað að flytja aftur með barnið til Íslands fyrr en faðirinn flytji lögheimili barnsins á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsátt í forsjárdeilunni kvað á um. Þá sé rangt, sem lesa megi úr greinargerð lögreglu, að samskipti við föður hafi verið hindruð eða því haldið leyndu hvar þau væru. Þvert á móti sé íslenska fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið sé búsett í Brasilíu og samskipti við barnið fari reglulega fram í gegnum Skype. Átti pantað flug til Íslands 6. janúar Konan mun hafa verið með annan fótinn á Íslandi undanfarið ár vegna vinnu sinnar. Til stóð að móðirin færi aftur úr landi þann 18. desember en héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á kröfu lögreglunnar um að konan sé undir rökstuddum grun um brot á þeirri grein laganna sem snýr að barnaráni. Hún mun því sæta farbanni til 29. desember. Móðirin hafði hugsað sér að vera í Brasilíu með fjölskyldu sinni. Átti hún pantað flug utan 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Þá segist hún hafa boðið föðurnum í heimsókn til Brasilíu á hennar kostnað. Tengdar fréttir Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Brasilísk kona, sem úrskurðuð var í farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán, telur föðurinn hafa farið á svig við dómsátt í forsjárdeilu þeirra. Þetta hefur Vísir eftir lögmanni konunnar, Sigurði Frey Sigurðssyni. Móðirin og faðir barnsins skildu árið 2012 og fór í hönd forsjárdeila. Henni lauk með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir.Segist ekki hindra samskipti Faðirinn hafi hins vegar ekki flutt lögheimili barnsins til konunnar að tveimur árum liðnum eins og til stóð. Þar telur konan barnsföður sinn hafa brotið gegn sér. Snýr deila þeirra að lögheimili barnsins og er forsjárdeila þeirra fyrir dómi. Faðirinn hefur forsjá barnsins til bráðabirgða samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir rúmri viku. Konan fór af landi brott með manni sínum, barni þeirra og barninu sem deilan snýst um í mars í fyrra. Hún hefur neitað að flytja aftur með barnið til Íslands fyrr en faðirinn flytji lögheimili barnsins á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsátt í forsjárdeilunni kvað á um. Þá sé rangt, sem lesa megi úr greinargerð lögreglu, að samskipti við föður hafi verið hindruð eða því haldið leyndu hvar þau væru. Þvert á móti sé íslenska fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið sé búsett í Brasilíu og samskipti við barnið fari reglulega fram í gegnum Skype. Átti pantað flug til Íslands 6. janúar Konan mun hafa verið með annan fótinn á Íslandi undanfarið ár vegna vinnu sinnar. Til stóð að móðirin færi aftur úr landi þann 18. desember en héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á kröfu lögreglunnar um að konan sé undir rökstuddum grun um brot á þeirri grein laganna sem snýr að barnaráni. Hún mun því sæta farbanni til 29. desember. Móðirin hafði hugsað sér að vera í Brasilíu með fjölskyldu sinni. Átti hún pantað flug utan 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Þá segist hún hafa boðið föðurnum í heimsókn til Brasilíu á hennar kostnað.
Tengdar fréttir Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54