Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2017 18:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna fær fljúgandi start samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sjötíu og átta prósent aðspurðra segjast styðja ríkisstjórnina en tuttugu og tvö prósent eru á móti henni. Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, segir að eitt af forgangsverkefnum hennar verði efling háskólastigsins en Ísland er undir meðaltali OECD-ríkjanna varðandi fjármögnun þess. „Það sem við erum að gera núna er að styrkja háskólastigið og framhaldsskólastigið. Við ætlum að ná OECD-meðaltalinu, varðandi fjárframlög á hvern nemenda, á þessu kjörtímabili. Þannig að það verður eitt af fyrstu verkum okkar ásamt því að stuðla að umbótum á háskólastiginu,“ segir Lilja. Íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en evrópskir jafnaldrar þeirra. Menntamálaráðherra segir að hafa megi áhrif á námsframvindu með því að setja upp hvata í námslánakerfinu. „Það er hugsanlega hægt að nýta námslánakerfið til að búa til fjárhagslega hvata þannig að hluta af námslánum væri hægt að breyta í styrk ef nemendur ljúka námi á tilsettum tíma,“ segir Lilja. Þessi hugmynd er skyld útfærslu í námslánafrumvarpi Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, sem var lagt fram vorið 2016 en náði ekki fram að ganga. Á þessum hugmyndum er þó eðlismunur því í frumvarpi Illuga var gert ráð fyrir styrkjum til náms óháð lántöku. Í frumvarpi hans, sem var stöðvað í málþófi á Alþingi, var gert ráð fyrir 65 þúsund króna námsstyrk á mánuði í alls 45 mánuði sem svaraði til fimm skólaára. Var það óháð námstegund, hvort sem um var að ræða háskólanám eða iðnnám. Höfðu námsmenn val samkvæmt frumvarpinu um að taka eingöngu styrk eða styrk og lán eða jafnvel lán að hluta. Brotthvarf og rótleysi á framhaldsskólastiginu Brotthvarf úr framhaldsskólum og rótleysi framhaldsskólanema er miklu meira vandamál hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er vikið að eflingu iðnnáms. Lilja segir að þetta kunni að vera tengt, minni eftirspurn eftir iðnnámi og brotthvarf úr framhaldsskólum. „Eitt af því sem við sjáum er að það eru mun færri sem eru að útskrifast úr iðn- og verknámi á Íslandi en í Noregi. Við verðum að finna skýringuna á þessu og finna leiðir til að efla iðn- og starfsmenntun á Íslandi því það getur ekki verið þannig að um 12 prósent séu að útskrifast úr þessu námi á Íslandi en um 40 til 50 prósent í Noregi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Alþingi verður kemur saman hinn 14. desember næstkomandi og er stefnt að því að dreifa fjárlagafrumvarpi næsta árs þann dag. Að kvöldi þess dags flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína og verða í kjölfarið umræður um hana. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna fær fljúgandi start samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sjötíu og átta prósent aðspurðra segjast styðja ríkisstjórnina en tuttugu og tvö prósent eru á móti henni. Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, segir að eitt af forgangsverkefnum hennar verði efling háskólastigsins en Ísland er undir meðaltali OECD-ríkjanna varðandi fjármögnun þess. „Það sem við erum að gera núna er að styrkja háskólastigið og framhaldsskólastigið. Við ætlum að ná OECD-meðaltalinu, varðandi fjárframlög á hvern nemenda, á þessu kjörtímabili. Þannig að það verður eitt af fyrstu verkum okkar ásamt því að stuðla að umbótum á háskólastiginu,“ segir Lilja. Íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en evrópskir jafnaldrar þeirra. Menntamálaráðherra segir að hafa megi áhrif á námsframvindu með því að setja upp hvata í námslánakerfinu. „Það er hugsanlega hægt að nýta námslánakerfið til að búa til fjárhagslega hvata þannig að hluta af námslánum væri hægt að breyta í styrk ef nemendur ljúka námi á tilsettum tíma,“ segir Lilja. Þessi hugmynd er skyld útfærslu í námslánafrumvarpi Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, sem var lagt fram vorið 2016 en náði ekki fram að ganga. Á þessum hugmyndum er þó eðlismunur því í frumvarpi Illuga var gert ráð fyrir styrkjum til náms óháð lántöku. Í frumvarpi hans, sem var stöðvað í málþófi á Alþingi, var gert ráð fyrir 65 þúsund króna námsstyrk á mánuði í alls 45 mánuði sem svaraði til fimm skólaára. Var það óháð námstegund, hvort sem um var að ræða háskólanám eða iðnnám. Höfðu námsmenn val samkvæmt frumvarpinu um að taka eingöngu styrk eða styrk og lán eða jafnvel lán að hluta. Brotthvarf og rótleysi á framhaldsskólastiginu Brotthvarf úr framhaldsskólum og rótleysi framhaldsskólanema er miklu meira vandamál hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er vikið að eflingu iðnnáms. Lilja segir að þetta kunni að vera tengt, minni eftirspurn eftir iðnnámi og brotthvarf úr framhaldsskólum. „Eitt af því sem við sjáum er að það eru mun færri sem eru að útskrifast úr iðn- og verknámi á Íslandi en í Noregi. Við verðum að finna skýringuna á þessu og finna leiðir til að efla iðn- og starfsmenntun á Íslandi því það getur ekki verið þannig að um 12 prósent séu að útskrifast úr þessu námi á Íslandi en um 40 til 50 prósent í Noregi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Alþingi verður kemur saman hinn 14. desember næstkomandi og er stefnt að því að dreifa fjárlagafrumvarpi næsta árs þann dag. Að kvöldi þess dags flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína og verða í kjölfarið umræður um hana.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent