Börn á ofbeldisheimilum Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:15 Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun