Innlent

Röskva sigraði í kosningum til Stúdentaráðs

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Röskvuliðar fögnuðu að vonum sigrinum vel í kvöld.
Röskvuliðar fögnuðu að vonum sigrinum vel í kvöld. Röskva
Röskva bar sigurorð af Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár sem fram fóru í dag og í gær.

Eftir að niðurstöður voru tilkynntar kom í ljós að Röskva hafði hlotið 18 sæti en Vaka 9 sæti. 27 fulltrúar skipa Stúdentaráð en stúdentaráðsfulltrúar sitja einnig í svokölluðum sviðsráðum stúdenta við HÍ. 

Röskva bar sigurorð af Vöku í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár sem fram fóru í dag og í gærVísir/Vilhelm
Í raun er kosið í sviðsráðin á hverju sviði fyrir sig og þeir fulltrúar sem ná kjöri í sviðsráðin mynda svo Stúdentaráð.

Alls voru 13.227 á kjörskrá og greiddu 5346 atkvæði. Kjörsókn var því 40,42 prósent.

Vaka missir því meirihluta sinn í Stúdentaráði en í kosningum til Stúdentaráðs á síðasta ári hlaut Vaka 17 sæti og Röskva 10.

Úrslitin á sviðunum fimm var sem hér segir:



Félagsvísindasvið 

Nanna Hermannsdóttir (Röskva)

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir (Vaka)

Jónas Már Torfason (Röskva)

Esther Halldórsdóttir (Vaka)

Elísa Björg Grímsdóttir (Röskva)

Bjarni Halldór Janusson (Vaka)

Freyja Ingadóttir (Röskva)

Heilbrigðisvísindasvið 

Elísabet Brynjarsdóttir (Röskva)

Sigrún Jónsdóttir (Röskva)

Inga María Árnadóttir (Vaka)

Hrafnkatla Agnarsdóttir (Röskva)

Guðjón Trausti Skúlason (Röskva)

Hugvísindasvið 

Ingvar Þór Björnsson (Röskva)

Vigdís Hafliðadóttir (Röskva)

Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir (Röskva)

Sandra Silfá Ragnarsdóttir (Vaka)

Pétur Geir Steinsson (Röskva)

Menntavísindasvið

Jónína Margrét Sigurðardóttir (Vaka)

Ásthildur Guðmundsdóttir (Röskva)

Hulda Sif Steingrímsdóttir (Vaka)

Thelma Rut Jóhannsdóttir (Röskva)

María Skúladóttir (Vaka)

Verk- og náttúruvísindasvið 

Baldur Helgi Þorkelsson (Röskva)

Kristjana Björk Barðdal (Röskva)

Jakob Þór Schram Eiríksson (Vaka)

Benedikt Traustason (Röskva)

Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir (Röskva)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×