Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:30 Verði sjómaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, ákærður og dæmdur gæti hann fengið að afplána í fyrsta lokaða fangelsi Grænlands, sem nú rís í Nuuk. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum og rætt við fangelsismálastjóra Grænlands. Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn, eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Naaja Nathanielsen er fangelsismálastjóri Grænlands: „Þetta er nýja fangelsið á Grænlandi. Þetta verður fyrsta lokaða fangelsið hér. Það verður líka opin deild. Það eru þegar sex gæslustofnanir á Grænlandi sem hýsa fanga bæði í gæsluvarðhaldi og afplánun,“ segir Naaja.Naaja Nathanielsen, fangelsismálastjóri Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Alls verður pláss fyrir 76 fanga, þar af 40 á lokuðu deildinni, og mikið lagt upp úr kennslu, líkamsrækt og sálgæslu. Byggingarnar verða alls um átta þúsund fermetrar og kostnaður er áætlaður um 5,7 milljarðar íslenskra króna. Refsingar á Grænlandi hafa þótt frjálslyndar. Líkt og í Vernd á Íslandi eru fangar frjálsir yfir daginn og á Grænlandi geta þeir fengið leyfi til að fara á veiðar með skotvopn en undir eftirliti. „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að vera með fangelsi í grænlenskri réttarmenningu. Menn hafa meiri trú á betrun og því að refsingar stoði ekki heldur þurfi að veita fólki betri tækifæri til að halda áfram. Það hefur verið grundvallaratriði í fullnustukerfi okkar,“ segir Naaja.Stór múr verður reistur utan um lokuðu deildina. Vegir fyrir snjómoksturtæki verða lagðir meðfram múrnum til að auðvelda snjómokstur því hætta er annars talin á að fangar geti nýtt sér háa snjóskafla til að sleppa út.Til þessa hafa grænlenskir fangar sem hljóta þyngstu dómana þurft að afplána í Danmörku. Grænlendingum hefur sviðið að þeirra eigið fólk sé sent burt til afplánunar í öðru landi en um 30 grænlenskir fangar sitja nú inni í Danmörku. „Það eru þeir sem eru of hættulegir til þess að geta verið hér eða þá að glæpir þeirra hafa verið svo hrottalegir að ákveðið hefur verið að vista þá á réttargeðdeild eða lokuðu fangelsi í Danmörku.“ -En er líklegt að Grænlendingur sem til dæmis yrði dæmdur í fangelsi á Íslandi myndi afplána dóminn í þessu nýja fangelsi í Nuuk? „Ef hann er dæmdur á Íslandi fyrir glæp sem hann framdi þar þá er það íslenska kerfið sem tekur við honum. Eftir það er hægt að sækja um að hann verði fluttur aftur til Grænlands á einhverjum tímapunkti. Það er á borði íslenskra yfirvalda,“ svarar Naaja Nathanielsen.Fangelsið rís skammt utan við Nuuk og verða allir fangaklefar með útsýni út á fjörðinn. Hin forna Vestribyggð norrænna manna var í fjörðunum á þessu svæðiStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áætlað er að nýja fangelsið verði tilbúið sumarið 2018 og verður þá öllum grænlenskum föngum í Danmörku boðið að flytjast heim. Tengdar fréttir Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Verði sjómaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, ákærður og dæmdur gæti hann fengið að afplána í fyrsta lokaða fangelsi Grænlands, sem nú rís í Nuuk. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum og rætt við fangelsismálastjóra Grænlands. Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn, eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Naaja Nathanielsen er fangelsismálastjóri Grænlands: „Þetta er nýja fangelsið á Grænlandi. Þetta verður fyrsta lokaða fangelsið hér. Það verður líka opin deild. Það eru þegar sex gæslustofnanir á Grænlandi sem hýsa fanga bæði í gæsluvarðhaldi og afplánun,“ segir Naaja.Naaja Nathanielsen, fangelsismálastjóri Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Alls verður pláss fyrir 76 fanga, þar af 40 á lokuðu deildinni, og mikið lagt upp úr kennslu, líkamsrækt og sálgæslu. Byggingarnar verða alls um átta þúsund fermetrar og kostnaður er áætlaður um 5,7 milljarðar íslenskra króna. Refsingar á Grænlandi hafa þótt frjálslyndar. Líkt og í Vernd á Íslandi eru fangar frjálsir yfir daginn og á Grænlandi geta þeir fengið leyfi til að fara á veiðar með skotvopn en undir eftirliti. „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að vera með fangelsi í grænlenskri réttarmenningu. Menn hafa meiri trú á betrun og því að refsingar stoði ekki heldur þurfi að veita fólki betri tækifæri til að halda áfram. Það hefur verið grundvallaratriði í fullnustukerfi okkar,“ segir Naaja.Stór múr verður reistur utan um lokuðu deildina. Vegir fyrir snjómoksturtæki verða lagðir meðfram múrnum til að auðvelda snjómokstur því hætta er annars talin á að fangar geti nýtt sér háa snjóskafla til að sleppa út.Til þessa hafa grænlenskir fangar sem hljóta þyngstu dómana þurft að afplána í Danmörku. Grænlendingum hefur sviðið að þeirra eigið fólk sé sent burt til afplánunar í öðru landi en um 30 grænlenskir fangar sitja nú inni í Danmörku. „Það eru þeir sem eru of hættulegir til þess að geta verið hér eða þá að glæpir þeirra hafa verið svo hrottalegir að ákveðið hefur verið að vista þá á réttargeðdeild eða lokuðu fangelsi í Danmörku.“ -En er líklegt að Grænlendingur sem til dæmis yrði dæmdur í fangelsi á Íslandi myndi afplána dóminn í þessu nýja fangelsi í Nuuk? „Ef hann er dæmdur á Íslandi fyrir glæp sem hann framdi þar þá er það íslenska kerfið sem tekur við honum. Eftir það er hægt að sækja um að hann verði fluttur aftur til Grænlands á einhverjum tímapunkti. Það er á borði íslenskra yfirvalda,“ svarar Naaja Nathanielsen.Fangelsið rís skammt utan við Nuuk og verða allir fangaklefar með útsýni út á fjörðinn. Hin forna Vestribyggð norrænna manna var í fjörðunum á þessu svæðiStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áætlað er að nýja fangelsið verði tilbúið sumarið 2018 og verður þá öllum grænlenskum föngum í Danmörku boðið að flytjast heim.
Tengdar fréttir Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55