„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 09:35 Alveg frá árinu 2011 hafa ytri aðstæður verið Icelandair hagfelldar. Fargjöld hafa aftur á móti farið lækkandi og olíuverð tekið að hækka. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans lækkaði í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. Matið stendur nú í 18 krónum á hlut en var fyrir skeyti fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í 33,9 krónum á hlut. IFS greining, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mat bréfin á genginu 20,7 krónur í gær, samanborið við 28,9 í síðustu spá fyrirtækisins, eða nærri 30 prósentum hærra en þau standa í nú skömmu eftir opnun markaða. Þetta kemur fram í uppfærðu verðmati fyrirtækjanna tveggja sem þau sendu viðskiptavinum sínum eftir lokun markaða í gær og Vísir hefur undir höndum. Hagfræðideild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda í bréf sín í flugfélaginu en IFS að þeir kaupi. Í pósti Landsbankans er bent á að í síðustu afkomuspá hagfræðideildarinnar fyrir Icelandair var gert ráð fyrir að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2017 yrði 208,7 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og kom fram í tilkynningu flugfélagsins í gær er útlit fyrir að hún verði aftur á móti á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Bendir deildin á að líklegt sé að bókunarstaða fyrirtækisins hafi versnað á skömmum tíma þrátt fyrir að spá Isavia fyrir 2017 sé jákvæð og óbreytt og hótel virðast „ætla að vera stútfull á árinu“. „Lýst hefur verið áhyggjum af ferðalögum Evrópubúa til Bandaríkjanna. Breyttar horfur eru sambland af mörgu, en tilkynning félagsins var rýr og gaf markaðnum enga hjálp. Í tilkynningunni kom fram að félagið hafi þegar gripið til aðgerða sem eiga að skila hagræðingu og auknum tekjum. Ekki kemur hinsvegar fram í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar og hvert umfang þeirra er. Vonandi verður farið djúpt í þau mál við uppgjör félagsins þann 7. febrúar,“ segja greinendur Landsbankans. Hagfræðideildin bendir einnig á að Icelandair er ekki eina flugfélagið sem líður fyrir lægri fargjöld. Aftur á móti bendi allt til þess að fyrirtækið sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktur hefðbundins (e. full service) flugfélags. „Félagið talar um aðgerðir og verður fróðlegt að vita í hverju þær munu felast, en breytingar á töskugjöldum og heimildum munu duga skammt. Önnur hefðbundin félög hafa verið að tilkynna breytingar að undanförnu, nú síðast í gær þegar SAS tilkynnti að félagið hyggist opna bækistöðvar á Írlandi til að bregðast við harðnandi samkeppni lággjaldaflugfélaga.“ Að mati hagfræðideildarinnar ættu fyrirhuguð kaup Icelandair á nýjum vélum ekki að hafa áhrif að öðru leyti en að stjórnendur fyrirtækisins óski þess nú að vélarnar kæmu fyrr. Ljóst sé að sparneytnar vélar skipti miklu máli í núverandi árferði og verðmat Landsbankans geri ráð fyrir vélarnar komi á áætluðum tíma. „Áhættan niður við liggur ekki að okkar mati í versnandi ytri þáttum, heldur frekar getu félagsins til að halda niðri kostnaði og aðlaga viðskiptamódelið og flugleiðir að breyttum aðstæðum á markaði,“ segir Hagfræðideildin. Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans lækkaði í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. Matið stendur nú í 18 krónum á hlut en var fyrir skeyti fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í 33,9 krónum á hlut. IFS greining, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mat bréfin á genginu 20,7 krónur í gær, samanborið við 28,9 í síðustu spá fyrirtækisins, eða nærri 30 prósentum hærra en þau standa í nú skömmu eftir opnun markaða. Þetta kemur fram í uppfærðu verðmati fyrirtækjanna tveggja sem þau sendu viðskiptavinum sínum eftir lokun markaða í gær og Vísir hefur undir höndum. Hagfræðideild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda í bréf sín í flugfélaginu en IFS að þeir kaupi. Í pósti Landsbankans er bent á að í síðustu afkomuspá hagfræðideildarinnar fyrir Icelandair var gert ráð fyrir að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2017 yrði 208,7 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og kom fram í tilkynningu flugfélagsins í gær er útlit fyrir að hún verði aftur á móti á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Bendir deildin á að líklegt sé að bókunarstaða fyrirtækisins hafi versnað á skömmum tíma þrátt fyrir að spá Isavia fyrir 2017 sé jákvæð og óbreytt og hótel virðast „ætla að vera stútfull á árinu“. „Lýst hefur verið áhyggjum af ferðalögum Evrópubúa til Bandaríkjanna. Breyttar horfur eru sambland af mörgu, en tilkynning félagsins var rýr og gaf markaðnum enga hjálp. Í tilkynningunni kom fram að félagið hafi þegar gripið til aðgerða sem eiga að skila hagræðingu og auknum tekjum. Ekki kemur hinsvegar fram í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar og hvert umfang þeirra er. Vonandi verður farið djúpt í þau mál við uppgjör félagsins þann 7. febrúar,“ segja greinendur Landsbankans. Hagfræðideildin bendir einnig á að Icelandair er ekki eina flugfélagið sem líður fyrir lægri fargjöld. Aftur á móti bendi allt til þess að fyrirtækið sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktur hefðbundins (e. full service) flugfélags. „Félagið talar um aðgerðir og verður fróðlegt að vita í hverju þær munu felast, en breytingar á töskugjöldum og heimildum munu duga skammt. Önnur hefðbundin félög hafa verið að tilkynna breytingar að undanförnu, nú síðast í gær þegar SAS tilkynnti að félagið hyggist opna bækistöðvar á Írlandi til að bregðast við harðnandi samkeppni lággjaldaflugfélaga.“ Að mati hagfræðideildarinnar ættu fyrirhuguð kaup Icelandair á nýjum vélum ekki að hafa áhrif að öðru leyti en að stjórnendur fyrirtækisins óski þess nú að vélarnar kæmu fyrr. Ljóst sé að sparneytnar vélar skipti miklu máli í núverandi árferði og verðmat Landsbankans geri ráð fyrir vélarnar komi á áætluðum tíma. „Áhættan niður við liggur ekki að okkar mati í versnandi ytri þáttum, heldur frekar getu félagsins til að halda niðri kostnaði og aðlaga viðskiptamódelið og flugleiðir að breyttum aðstæðum á markaði,“ segir Hagfræðideildin.
Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09