Enski boltinn

Guardiola: Gabriel Jesus er eins og melóna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Brasilíska ungstirnið Gabriel Jesus hefur komið sterkur inn í lið Manchester City að undanförnu.

Jesus kom til City frá Palmeiras í heimalandinu í janúar en enska liðið greiddi 27 milljónir punda fyrir hann.

Jesus var í byrjunarliði City gegn West Ham United í gær og skilaði marki og stoðsendingu í 0-4 sigri. Eftir leikinn kom Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, með afar athyglisverða samlíkingu.

„Þú veist aldrei. Þetta er eins og melóna. Þú þarft að opna hana til að sjá hvort hún sé góð eða ekki,“ sagði Guardiola um kaupin á Jesus.

„Hann er efnilegur. Jesus er baráttumaður með markanef.“

Jesus hefur nú skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar í þremur leikjum fyrir City

„Hann spilaði nokkrar mínútur gegn Tottenham og skapaði færi og það er ekki auðvelt að spila gegn Crystal Palace á útivelli. Hann er duglegur að leggja upp mörk. Hann gerði það gegn Palace og aftur í dag,“ sagði Guardiola sem tefldi fram afar ungri sóknarlínu í leiknum í gær.

Jesus, sem er 19 ára, var fremstur og á köntunum voru Raheem Sterling (22 ára) og Leroy Sané (21).


Tengdar fréttir

Öruggt hjá Manchester City á Selhurst Park

Manchester City vann öruggan sigur á Crystal Palace á Selhurst Park í 32-liða úrslitum enska bikarsins en leiknum lauk með 3-0 sigri Manchester City og sáu Leroy Sane, Raheem Sterling og Yaya Toure um markaskorunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×