Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. vísir/gva Breski fjölmiðillinn Daily Mail fjallar slysið sem varð við Silfru um helginar þar sem bandarískur ferðamaður lést. Rætt er við ferðamann sem varð vitni að björgunaraðgerðum. Hann segir að vegna fjölda þeirra sem biðu eftir að komast í Silfru umræddan dag hafi fólk neyðst til þess að bíða í kafarabúningum um nokkurn tíma á bökkum Silfru. Rætt er við Bandaríkjamanninn Scot Hacker sem kafaði í Silfru sama dag og slysið varð. Hann lýsti upplifun sinni í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan. Þar segir hann að þegar hann hafi verið að koma úr kafi hafi hann séð fólk reyna endurlífgunartilraunir á manninum áður en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ferðamanninn á brott. „Þeir ýttu okkur af vettvangi og það var erfitt að fá einhverjar upplýsingar,“ skrifar Hacker á Facebook. Í samtali við Daily Mail segir hann að hópar hafi verið látnir bíða í köfunarbúningum vegna þess hversu margir hópar voru að kafa í Silfru þennan dag. Ferðamaðurinn sem lést missti meðvitund er hann kom úr snorkli í vatninu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.Kafarar ganga yfir veginn á Þingvöllum í fullum kafaraklæðum.Vísir/VilhelmÓnefndur þyrluflugmaður segir hverjum sem er hleypt ofan í Silfru Í frétt Daily Mail segir að löng bið í þurrbúningum geti orðið til þess að blóðflæði heftist. Einar Sæmundson, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók í sama streng í samtali við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að fólk í þröngum búningum hefði fallið í yfirlið á meðan það biði eftir að fara ofan í Silfru.Talað er við þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni sem ekki vill láta nafns síns getið í frétt Daily Mail. Segir hann að öllum sé hleypt í Silfru, jafnvel þeim sem ekki kunni að synda. Í yfirlýsingu frá Þjóðgarðinum á Þingvelli vegna fréttaflutnings af slysinu sagðist Þjóðgarðurinn hafa upplýsingar um að í einu tilfelli hafi heill hópur snorklara fengið ofsahræðlukast í vatninu þegar „þeir uppgötvuðu að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr.“ Alls hafa fjögur banaslys orðið í og við Silfru á undanförnum árum en köfunarstaðurinn er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem sækja landið heim en Silfra þykir einstakur köfunarstaður á heimsvísu. Ljóst er að slysið hefur haft áhrif á Baker sem lýsir því hvernig áframhald ferðar sinnar hafi verið eftir að orðið vitni að slysinu. Segir hann að þau hafi haldið í Grímsnes til þess að skoða Kerið. Þar hafi rigning og þoka tekið á móti þeim. „Ég fann skyndilega þörf á því hlusta á Blackstar-plötu Bowie og grét í bílnum.“ Tengdar fréttir Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. 14. febrúar 2017 14:09 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Breski fjölmiðillinn Daily Mail fjallar slysið sem varð við Silfru um helginar þar sem bandarískur ferðamaður lést. Rætt er við ferðamann sem varð vitni að björgunaraðgerðum. Hann segir að vegna fjölda þeirra sem biðu eftir að komast í Silfru umræddan dag hafi fólk neyðst til þess að bíða í kafarabúningum um nokkurn tíma á bökkum Silfru. Rætt er við Bandaríkjamanninn Scot Hacker sem kafaði í Silfru sama dag og slysið varð. Hann lýsti upplifun sinni í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan. Þar segir hann að þegar hann hafi verið að koma úr kafi hafi hann séð fólk reyna endurlífgunartilraunir á manninum áður en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ferðamanninn á brott. „Þeir ýttu okkur af vettvangi og það var erfitt að fá einhverjar upplýsingar,“ skrifar Hacker á Facebook. Í samtali við Daily Mail segir hann að hópar hafi verið látnir bíða í köfunarbúningum vegna þess hversu margir hópar voru að kafa í Silfru þennan dag. Ferðamaðurinn sem lést missti meðvitund er hann kom úr snorkli í vatninu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.Kafarar ganga yfir veginn á Þingvöllum í fullum kafaraklæðum.Vísir/VilhelmÓnefndur þyrluflugmaður segir hverjum sem er hleypt ofan í Silfru Í frétt Daily Mail segir að löng bið í þurrbúningum geti orðið til þess að blóðflæði heftist. Einar Sæmundson, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók í sama streng í samtali við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að fólk í þröngum búningum hefði fallið í yfirlið á meðan það biði eftir að fara ofan í Silfru.Talað er við þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni sem ekki vill láta nafns síns getið í frétt Daily Mail. Segir hann að öllum sé hleypt í Silfru, jafnvel þeim sem ekki kunni að synda. Í yfirlýsingu frá Þjóðgarðinum á Þingvelli vegna fréttaflutnings af slysinu sagðist Þjóðgarðurinn hafa upplýsingar um að í einu tilfelli hafi heill hópur snorklara fengið ofsahræðlukast í vatninu þegar „þeir uppgötvuðu að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr.“ Alls hafa fjögur banaslys orðið í og við Silfru á undanförnum árum en köfunarstaðurinn er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem sækja landið heim en Silfra þykir einstakur köfunarstaður á heimsvísu. Ljóst er að slysið hefur haft áhrif á Baker sem lýsir því hvernig áframhald ferðar sinnar hafi verið eftir að orðið vitni að slysinu. Segir hann að þau hafi haldið í Grímsnes til þess að skoða Kerið. Þar hafi rigning og þoka tekið á móti þeim. „Ég fann skyndilega þörf á því hlusta á Blackstar-plötu Bowie og grét í bílnum.“
Tengdar fréttir Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. 14. febrúar 2017 14:09 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. 14. febrúar 2017 14:09
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12