Það hefur þurft að gera eina breytingu á UFC 219 um næstu helgi þar sem Brasilíumaðurinn John Lineker fékk sýkingu í tönn og varð að draga sig úr bardaganum gegn Jimmie Rivera með skömmum fyrirvara.
Lineker, sem er þekktur harðjaxl, var alveg að drepast í tönninni og þegar hún var skoðuð almennilega kom í ljós að sýkingin var verri en upphaflega var talið. Það þurfti því að rífa tönn úr honum í gær.
Frekar neyðarlegt fyrir Lineker sem mun örugglega passa upp á að fara oftar til tannlæknis í framtíðinni.
Bardagi Dan Hooker og Marc Diakiese mun verða á meðal aðalbardaga kvöldsins í staðinn.
Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport og verður hitað upp fyrir bardagakvöldið í Búrinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður einnig farið farið ítarlega yfir árið hjá UFC.
