Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds á Patterson-svæðinu í Reykjanesbæ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búið er að slökkva eldinn sem reyndist minniháttar.
Búið er að slökkva eldinn sem reyndist minniháttar. Vísir/Vilhelm
Brunavarnir Suðurnesja sinntu í kvöld útkalli vegna elds sem kviknað hafði í rusli við gömlu sprengjuskýlin á Patterson-svæðinu svokallaða í Reykjanesbæ. Búið er að slökkva eldinn sem reyndist minniháttar.

Ármann Árnason hjá Brunavörnum Suðurnesja segir í samtali við Vísi að óprúttnir aðilar hafi kveikt í rusli við eitt af gömlu sprengjuskýlunum, sem standa flest opin.

Þá segir Ármann að slökkviliðsmenn á svæðinu þurfi oft að sinna útköllum við sprengjuskýlin. Útköllin séu iðulega sambærileg útkallinu í kvöld en svo virðist sem fólk sé gjarnt á að losa sig við heimilissorp í nágrenni skýlanna. Brennuvargar hugsi sér þar gott til glóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×