Erlent

Harvey gengur aftur á land, nú í Lúisíana

Kjartan Kjartansson skrifar
Tólf ár voru liðin í gær frá því að fellibylurinn Katrina olli hörmungum í New Orleans. Þar býr fólk sig nú undir Harvey.
Tólf ár voru liðin í gær frá því að fellibylurinn Katrina olli hörmungum í New Orleans. Þar býr fólk sig nú undir Harvey. Vísir/AFP
Varað er við skyndiflóðum í Lúisíana eftir að hitabeltisstormurinn Harvey gekk þar á land í morgun. Þrátt fyrir að spáð sé að stormurinn veikist eftir því sem hann færist norðar gæti hann enn valdið flóðum í fleiri ríkjum Bandaríkjanna.

Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að Harvey hafi komið á land vestur af bænum Cameron í Lúisíana í morgun. Hámarksvindhraðinn í honum sé 72 kílómetrar á klukkustund, það er 20 m/s.

Gert er ráð fyrir að Harvey fylgi mikil úrkoma í Lúisíana. Hann muni síðan færast til Arkansas, Tennessee og hluta Missouri. Þar gæti úrkoman einnig valdið flóðum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.

Áfram er einnig búist við verulegri úrkomu á ofanverðri strönd Texas en hins vegar á að stytta upp á Houston-svæðinu eftir því sem líður á daginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×