Innlent

Fjölskylda í sjálfheldu við Borgarfjörð eystri fundin

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Ernir
Fjölskylda sem var í sjálfheldu er fundin. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag voru Björgunarsveitir á Austurlandi boðaðar út fyrr í dag vegna konu sem var í sjálfheldu í fjalllendi vestan við Borgarfjörð eystri.

Nú er ljóst að um var að ræða fjölskyldu með barn en sökum lélegs símasambands taldi Neyðarlínan að um eina konu væri að ræða þegar hún hringdi inn. Hélt fjölskyldan að þau hefðu ekki náð sambandi við Neyðarlínuna og tókst þeim að losa sig sjálf úr sjálfheldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×