Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við bæði Framtakssjóð Íslands og lífeyrissjóðina. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna. Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna.
Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00
Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00
Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32