Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2017 14:15 Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56