Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. september 2017 20:00 Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu. Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu.
Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira