Vigdís Grímsdóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2017 15:30 Vigdís Grímsdóttir er 64 ára og margverðlaunaður rithöfundur. Vísir/Pjetur Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Vigdísi verðlaunin við hátíðlega athöfn í menningarhúsini Bergi í Dalvík í dag. Þá hlaut Gunnar Helgason rithöfundur, sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2017. Vigdís er fædd 15. ágúst 1953. Árið 1973 lauk hún kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands, 1978 lauk hún BA prófi í íslensku og bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands. Árið 1982 lauk hún prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Fyrsta bók Vigdísar kom út árið 1983, smásagnasafnið Tíu myndir. Árið 1994 hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Grandavegur 7, auk þess sem hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlana Norðurlandaráðs.Ávallt hreyft við lesendum með seiðmögnuðum frásagnarmáta Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir um Vigdísi:„Vaknaðu Þyrnirós heitir ein af smásögunum í Tíu myndir úr lífi þínu, fyrstu bók Vigdísar Grímsdóttur (f. 1953) frá árinu 1983, sem þá þegar hafði vakið athygli fyrir ljóð í ýmsum tímaritum. Vaknaðu Þyrnirós er smásaga sem hefst á ljóði með hvatningarorðum til sofandi konu, reyndar ekki þeirrar sömu Þyrnirósar og við lesum fyrir börnin okkar, því hún brosir gömul og grett framan í prinsinn.Í textanum sem fylgir þessu skuggalega ævintýraljóði lætur íslensk yfirstéttarkona hugann reika og þar standa meðal annars þessi orð:„Ég roðna hvorki af stolti né ánægju þó að einhverjir sjái í mér falinn listamann. Ég er sannfærð um hæfileika mína og veit að hefði ég ekki gifst Páli fyrir 20 árum þá hefði ég orðið skáldkona. Þetta veit ég; en mér kemur aldrei til hugar að sjá eftir þeirri ákvörðun sem ég tók á sínum tíma.“Það er eins og Vigdís hafi í þessari sögu, Vaknaðu Þyrnirós, sögunni sem hún skrifaði fyrir aldarþriðjungi, slegið tón, ort stef sem hefur fylgt okkur allar götur síðan með óvæntum tilbrigðum og töfrandi myndum, jafnt í ljóðum sem óbundnu máli: skáldsögum og skáldaðri ævisögu en einnig í viðtalsbókum við kynsystur. Hún hefur vakið okkur, heillað okkur inn í sína töfrandi veröld sem hefur síðan orkað hvetjandi á leikstjóra og kvikmyndafólk til nýrrar sköpunar.Um eina af skáldsögum Vigdísar var sagt: „Hún lýkur upp dyrum spennandi og heillandi heims … en úr fjarska berst þungur dynur mikilla örlaga.“Vigdís hefur haft mótandi áhrif á samtíð okkar og menningu. Með rödd sinni, stundum ögrandi og tilfinningaþrunginni, stundum mildri og sefjandi, hefur hún hrifið okkur með sér og fengið okkur til að takast á við krefjandi spurningar um manneskjuna og þá veröld sem við lifum og hrærumst í. Hún knýr okkur ekki síst til að líta í eigin barm eins og hún gerir sjálf, til dæmis í skáldævisögunni Dísusögu þar sem Dísa á gula kjólnum og Gríms í svarta sjalinu gera upp gömul vandamál og hlífa sér hvergi.Vigdís Grímsdóttir hefur, hvar sem hún er stödd: á Kleppsvegi, í Norðurfirði eða Trékyllisvík, hreyft við lesendum, ekki aðeins hér heima, heldur víða um lönd, með sínum seiðmagnaða frásagnarmáta.“Gunnar HelgasonVísir/Eyþór ÁrnasonGunnar óþreytandi baráttumaður fyrir málstað íslenskunnar Að tillögu ráðgjafanefndarinnar var einnig veitt ein viðurkenning í tilefni dagsins. Hana hlaut Gunnar Helgason og í greinargerð nefndarinnar segir:„Gunnar Helgason (f. 1965) leikari og rithöfundur hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka; hann hefur eignast sérstakan sess í hjörtum ungs fólks um allt land. Ungmennin hafa gleypt í sig bækur hans og þannig hefur hann auðveldað þeim leiðina að fleiri bókum og meiri lestri, vakið lestraráhuga sem enst getur ævilangt. Ein af aðferðum Gunnars í samskiptum við grunnskólanemendur er að hlusta á rödd þeirra sjálfra, láta þau hafa áhrif á væntanlegt efni og skapa þannig þá tilfinningu að þau séu þátttakendur í spennandi ferli.Af bókum Gunnars nægir að minna annars vegar á Vítaspyrnu í Vestmannaeyjum og aðrar sögur í flokknum af Jóni Jónssyni og félögum; þar eru rangstöðureglur stundum flóknar, jafnt í fótboltanum sem lífinu sjálfu. Og hins vegar á Mömmu klikk og Pabba prófessor með hina einstöku Stellu í aðalhlutverki. „Mitt markmið í lífinu er að skemmta börnum og ég trúi því að heimurinn verði betri þegar börnin hlæja,“ segir Gunnar. En bak við glens og gaman býr sitthvað sem vekur til umhugsunar og hvetjandi umræðu. Gunnar Helgason er eldhugi sem vill auðga líf ungmenna, hver sem staða þeirra er í samfélagi okkar. Hann er óþreytandi baráttumaður fyrir málstað íslenskunnar. Hann og hans líkar skynja manna best mikilvægi þess að börnin ánetjist bókum á mikilvægasta þroskaskeiði sínu.“ Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Ráðgjafarnefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Í ráðgjafarnefnd um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sátu að þessu sinni Baldur Hafstað, prófessor emerítus sem var formaður nefndarinnar, Guðrún Ingólfsdóttir íslenskufræðingur og Dagur Hjartarson kennari og rithöfundur. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal. Tengdar fréttir Eini kennarinn í skólanum Meðfram kennslunni ætlar Vigdís Grímsdóttir að skrifa minningasögu Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. 9. maí 2014 15:36 Vigdís Grímsdóttir konan sem ökklabrotnaði á leið út úr bakaríinu "Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ segir Vigdís 10. desember 2016 10:22 Var sagt að ég gæti ekkert lært Sigríður Halldórsdóttir frá Gljúfrasteini hefur lifað litríku lífi, allt frá því hún tók fyrstu skrefin til þessa dags. Frásagnargáfan er henni í blóð borin og það skilar sér í nýrri bók með minningum hennar. 15. október 2016 08:30 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Vigdísi verðlaunin við hátíðlega athöfn í menningarhúsini Bergi í Dalvík í dag. Þá hlaut Gunnar Helgason rithöfundur, sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2017. Vigdís er fædd 15. ágúst 1953. Árið 1973 lauk hún kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands, 1978 lauk hún BA prófi í íslensku og bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands. Árið 1982 lauk hún prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Fyrsta bók Vigdísar kom út árið 1983, smásagnasafnið Tíu myndir. Árið 1994 hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Grandavegur 7, auk þess sem hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlana Norðurlandaráðs.Ávallt hreyft við lesendum með seiðmögnuðum frásagnarmáta Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir um Vigdísi:„Vaknaðu Þyrnirós heitir ein af smásögunum í Tíu myndir úr lífi þínu, fyrstu bók Vigdísar Grímsdóttur (f. 1953) frá árinu 1983, sem þá þegar hafði vakið athygli fyrir ljóð í ýmsum tímaritum. Vaknaðu Þyrnirós er smásaga sem hefst á ljóði með hvatningarorðum til sofandi konu, reyndar ekki þeirrar sömu Þyrnirósar og við lesum fyrir börnin okkar, því hún brosir gömul og grett framan í prinsinn.Í textanum sem fylgir þessu skuggalega ævintýraljóði lætur íslensk yfirstéttarkona hugann reika og þar standa meðal annars þessi orð:„Ég roðna hvorki af stolti né ánægju þó að einhverjir sjái í mér falinn listamann. Ég er sannfærð um hæfileika mína og veit að hefði ég ekki gifst Páli fyrir 20 árum þá hefði ég orðið skáldkona. Þetta veit ég; en mér kemur aldrei til hugar að sjá eftir þeirri ákvörðun sem ég tók á sínum tíma.“Það er eins og Vigdís hafi í þessari sögu, Vaknaðu Þyrnirós, sögunni sem hún skrifaði fyrir aldarþriðjungi, slegið tón, ort stef sem hefur fylgt okkur allar götur síðan með óvæntum tilbrigðum og töfrandi myndum, jafnt í ljóðum sem óbundnu máli: skáldsögum og skáldaðri ævisögu en einnig í viðtalsbókum við kynsystur. Hún hefur vakið okkur, heillað okkur inn í sína töfrandi veröld sem hefur síðan orkað hvetjandi á leikstjóra og kvikmyndafólk til nýrrar sköpunar.Um eina af skáldsögum Vigdísar var sagt: „Hún lýkur upp dyrum spennandi og heillandi heims … en úr fjarska berst þungur dynur mikilla örlaga.“Vigdís hefur haft mótandi áhrif á samtíð okkar og menningu. Með rödd sinni, stundum ögrandi og tilfinningaþrunginni, stundum mildri og sefjandi, hefur hún hrifið okkur með sér og fengið okkur til að takast á við krefjandi spurningar um manneskjuna og þá veröld sem við lifum og hrærumst í. Hún knýr okkur ekki síst til að líta í eigin barm eins og hún gerir sjálf, til dæmis í skáldævisögunni Dísusögu þar sem Dísa á gula kjólnum og Gríms í svarta sjalinu gera upp gömul vandamál og hlífa sér hvergi.Vigdís Grímsdóttir hefur, hvar sem hún er stödd: á Kleppsvegi, í Norðurfirði eða Trékyllisvík, hreyft við lesendum, ekki aðeins hér heima, heldur víða um lönd, með sínum seiðmagnaða frásagnarmáta.“Gunnar HelgasonVísir/Eyþór ÁrnasonGunnar óþreytandi baráttumaður fyrir málstað íslenskunnar Að tillögu ráðgjafanefndarinnar var einnig veitt ein viðurkenning í tilefni dagsins. Hana hlaut Gunnar Helgason og í greinargerð nefndarinnar segir:„Gunnar Helgason (f. 1965) leikari og rithöfundur hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka; hann hefur eignast sérstakan sess í hjörtum ungs fólks um allt land. Ungmennin hafa gleypt í sig bækur hans og þannig hefur hann auðveldað þeim leiðina að fleiri bókum og meiri lestri, vakið lestraráhuga sem enst getur ævilangt. Ein af aðferðum Gunnars í samskiptum við grunnskólanemendur er að hlusta á rödd þeirra sjálfra, láta þau hafa áhrif á væntanlegt efni og skapa þannig þá tilfinningu að þau séu þátttakendur í spennandi ferli.Af bókum Gunnars nægir að minna annars vegar á Vítaspyrnu í Vestmannaeyjum og aðrar sögur í flokknum af Jóni Jónssyni og félögum; þar eru rangstöðureglur stundum flóknar, jafnt í fótboltanum sem lífinu sjálfu. Og hins vegar á Mömmu klikk og Pabba prófessor með hina einstöku Stellu í aðalhlutverki. „Mitt markmið í lífinu er að skemmta börnum og ég trúi því að heimurinn verði betri þegar börnin hlæja,“ segir Gunnar. En bak við glens og gaman býr sitthvað sem vekur til umhugsunar og hvetjandi umræðu. Gunnar Helgason er eldhugi sem vill auðga líf ungmenna, hver sem staða þeirra er í samfélagi okkar. Hann er óþreytandi baráttumaður fyrir málstað íslenskunnar. Hann og hans líkar skynja manna best mikilvægi þess að börnin ánetjist bókum á mikilvægasta þroskaskeiði sínu.“ Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Ráðgjafarnefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Í ráðgjafarnefnd um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sátu að þessu sinni Baldur Hafstað, prófessor emerítus sem var formaður nefndarinnar, Guðrún Ingólfsdóttir íslenskufræðingur og Dagur Hjartarson kennari og rithöfundur. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal.
Tengdar fréttir Eini kennarinn í skólanum Meðfram kennslunni ætlar Vigdís Grímsdóttir að skrifa minningasögu Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. 9. maí 2014 15:36 Vigdís Grímsdóttir konan sem ökklabrotnaði á leið út úr bakaríinu "Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ segir Vigdís 10. desember 2016 10:22 Var sagt að ég gæti ekkert lært Sigríður Halldórsdóttir frá Gljúfrasteini hefur lifað litríku lífi, allt frá því hún tók fyrstu skrefin til þessa dags. Frásagnargáfan er henni í blóð borin og það skilar sér í nýrri bók með minningum hennar. 15. október 2016 08:30 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Eini kennarinn í skólanum Meðfram kennslunni ætlar Vigdís Grímsdóttir að skrifa minningasögu Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. 9. maí 2014 15:36
Vigdís Grímsdóttir konan sem ökklabrotnaði á leið út úr bakaríinu "Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ segir Vigdís 10. desember 2016 10:22
Var sagt að ég gæti ekkert lært Sigríður Halldórsdóttir frá Gljúfrasteini hefur lifað litríku lífi, allt frá því hún tók fyrstu skrefin til þessa dags. Frásagnargáfan er henni í blóð borin og það skilar sér í nýrri bók með minningum hennar. 15. október 2016 08:30