Ólafía kemur ekki lengur á óvart Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty „Ég skal fúslega viðurkenna það, að ég sá þetta ekki fyrir í byrjun árs en þetta er svo flottur árangur hjá henni,“ segir Karen Sævarsdóttir, sigursælasti kvennakylfingur Íslands, um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en hún hefur leik á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar klukkan 15.20 að íslenskum tíma í dag. Aðeins 82 efstu kylfingar mótaraðarinnar fá boð CME Group Toure Championship eins og það heitir á enskunni en það fer fram á Flórída í Bandaríkjunum. Þeir kylfingar sem komast á mótið eru jafnframt öruggir með fulla aðild að mótaröðinni á næsta ári. „Það sem hún hefur gert svo vel er að spila sig inn á mótin á lokametrunum. Það er bara frábært og sýnir að þó okkur finnist skorið hjá henni ekki alltaf það besta er það á meðal þeirra bestu á hverjum tíma. Hún er að spila vel undir pressu en það eru margir sem eiga það til að brotna undan pressunni. Þetta er þannig mót að ef hún kæmist ekki fengi enginn annar boð. Þetta er bara fyrir þær bestu,“ segir Karen sem mun lýsa mótinu á Golfstöðinni.Bara á bleiku skýi Ólafía er nú þegar búin að spila á 25 mótum á mótaröðinni, þar af þremur af fimm risamótum ársins sem er svakalega gott fyrir nýliða. „Hún hefur verið svo öflug undir lokin eins og núna á síðustu mótunum þar sem hún keppti á fjórum af fimm mótunum sem voru í Asíu. Það er alveg frábært og ég hef bara mikla trú á henni núna,“ segir Karen sem þorði ekki að vera svona bjartsýn í byrjun árs. „Ef þú hefðir spurt mig þegar þetta allt saman byrjaði hvort Ólafía væri að fara að spila í Asíusveiflunni og á lokamótinu hefði ég átt erfitt með að segja það. Ekki nema bara svífandi á einhverju bleiku skýi. En hér er hún, stjarnan okkar, og það er bara frábært. Hún er að spila með bestu stelpunum.“Ólafía sveiflar á LPGA-mótaröðinni.vísir/gettyÓlafía hefur verið að spila undir mikilli pressu undanfarið og staðið sig vel. Mun hún njóta sín undir minni pressu eða er hún orðin vön mikilli pressu, að mati Karenar? „Bæði og. Maður vill alltaf vera hógvær með væntingarnar en mér finnst það afrek þó að hún verði í neðri hlutanum,“ segir Karen.Þorir að vona Alls eru 250 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar og sigurvegarinn tekur heim 65 milljónir. Þetta er hæsta verðlaunaféð á mótaröðinni ef undan eru skilin risamótin fimm. Alls hefur Ólafía þénað 22 milljónir króna í verðlaunafé á mótunum 25 og hún getur bætt ríkulega í sarpinn um helgina gangi allt vel. Karen stillir væntingum sínum í hóf en bendir á eina staðreynd um mótið. „Í fyrra vann þetta tvítug ensk stelpa sem heitir Charley Hull. Það var og er hennar eini sigur á LPGA-mótaröðinni. Þetta er stelpa sem hefur bara slegið í gegn í Solheim-bikarnum en er engin stórstjarna þannig að augljóslega er allt hægt,“ segir Karen. „Ég er alls ekki að segja að Ólafía sé endilega að fara að vinna mótið en ég er hætt að kippa mér upp við það þegar að hún stendur sig vel. Hún kemur mér ekki lengur á óvart. Maður verður bara að bíða spenntur þar til þetta hefst og vona það besta en það er allt hægt“ segir Karen Sævarsdóttir. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
„Ég skal fúslega viðurkenna það, að ég sá þetta ekki fyrir í byrjun árs en þetta er svo flottur árangur hjá henni,“ segir Karen Sævarsdóttir, sigursælasti kvennakylfingur Íslands, um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en hún hefur leik á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar klukkan 15.20 að íslenskum tíma í dag. Aðeins 82 efstu kylfingar mótaraðarinnar fá boð CME Group Toure Championship eins og það heitir á enskunni en það fer fram á Flórída í Bandaríkjunum. Þeir kylfingar sem komast á mótið eru jafnframt öruggir með fulla aðild að mótaröðinni á næsta ári. „Það sem hún hefur gert svo vel er að spila sig inn á mótin á lokametrunum. Það er bara frábært og sýnir að þó okkur finnist skorið hjá henni ekki alltaf það besta er það á meðal þeirra bestu á hverjum tíma. Hún er að spila vel undir pressu en það eru margir sem eiga það til að brotna undan pressunni. Þetta er þannig mót að ef hún kæmist ekki fengi enginn annar boð. Þetta er bara fyrir þær bestu,“ segir Karen sem mun lýsa mótinu á Golfstöðinni.Bara á bleiku skýi Ólafía er nú þegar búin að spila á 25 mótum á mótaröðinni, þar af þremur af fimm risamótum ársins sem er svakalega gott fyrir nýliða. „Hún hefur verið svo öflug undir lokin eins og núna á síðustu mótunum þar sem hún keppti á fjórum af fimm mótunum sem voru í Asíu. Það er alveg frábært og ég hef bara mikla trú á henni núna,“ segir Karen sem þorði ekki að vera svona bjartsýn í byrjun árs. „Ef þú hefðir spurt mig þegar þetta allt saman byrjaði hvort Ólafía væri að fara að spila í Asíusveiflunni og á lokamótinu hefði ég átt erfitt með að segja það. Ekki nema bara svífandi á einhverju bleiku skýi. En hér er hún, stjarnan okkar, og það er bara frábært. Hún er að spila með bestu stelpunum.“Ólafía sveiflar á LPGA-mótaröðinni.vísir/gettyÓlafía hefur verið að spila undir mikilli pressu undanfarið og staðið sig vel. Mun hún njóta sín undir minni pressu eða er hún orðin vön mikilli pressu, að mati Karenar? „Bæði og. Maður vill alltaf vera hógvær með væntingarnar en mér finnst það afrek þó að hún verði í neðri hlutanum,“ segir Karen.Þorir að vona Alls eru 250 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar og sigurvegarinn tekur heim 65 milljónir. Þetta er hæsta verðlaunaféð á mótaröðinni ef undan eru skilin risamótin fimm. Alls hefur Ólafía þénað 22 milljónir króna í verðlaunafé á mótunum 25 og hún getur bætt ríkulega í sarpinn um helgina gangi allt vel. Karen stillir væntingum sínum í hóf en bendir á eina staðreynd um mótið. „Í fyrra vann þetta tvítug ensk stelpa sem heitir Charley Hull. Það var og er hennar eini sigur á LPGA-mótaröðinni. Þetta er stelpa sem hefur bara slegið í gegn í Solheim-bikarnum en er engin stórstjarna þannig að augljóslega er allt hægt,“ segir Karen. „Ég er alls ekki að segja að Ólafía sé endilega að fara að vinna mótið en ég er hætt að kippa mér upp við það þegar að hún stendur sig vel. Hún kemur mér ekki lengur á óvart. Maður verður bara að bíða spenntur þar til þetta hefst og vona það besta en það er allt hægt“ segir Karen Sævarsdóttir.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira