Andri Rúnar er fyrsti 19 marka maðurinn sem fær ekki tækifæri með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 12:30 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas. Mynd/Adidas Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira