Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu detta niður í 3. sæti meðal Noðurlandaþjóðanna á nýjum FIFA lista. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira